Tyrkir nýta sér stöðu sína á milli Kana og Rússa.

Erdogan Tyrklandsforseti spilar djarfan en slunginn leik í stefnu sinni þegar hann nýtir sér þá sérstöku stöðu, sem land hans hefur á mörkum Evrópu og Asíu, þar sem hernaðarhagsmunir Bandaríjamanna og Rússa skarast beint við suðausturmörk NATO.  

Erdogan dansar á línu þegar hann semur við Rússa um vopn, sem hann geti notað gegn beitingu bandarískra vopna sem hann fær sem NATO þjóð. 

Tyrkir frömdu svakalegt þjóðarmorð á Armenum snemma á síðustu öld sem þeir hafa aldrei beðist afsökunar á og nú hugsa þeir sér gott til glóðarinnar að ganga frá Kúrdum, jafnvel þótt það kosti að þeir hertaki hluta af landi nágrannaþjóðar sinnar Sýrlendingum til þess að komast að fórnarlömbum sínum.  

Sú kúvending Trumps að draga Bandaríkjamenn út af svæðinu gerir það mögulegt að Tyrkir sæki inn í það tómarúm, sem fall ISIS skildi eftir sig, á eftir að valda óvissu og óróa, sem erfitt gæti reynst að ráða við, að ekki sé nú talað um að kúga Kúrda með hervaldi. 


mbl.is „Hryllilegt ef Trump stefnir nú Kúrdum í voða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Það er athyglisvert að velta fyrir sér
hverjar kröfur vinstri menn gera til
Bandaríkjamanna annars vegar og Rússa
hins vegar.

Einnig hvert guðið (guðinn) er í hvoru tilviki fyrir sig.

Í ljós kemur að samsvörun við guð Gamla testamentisins
er sláandi, - Job formælti guði í þrengingum sínum
en vegsamaði er af honum bráði.

Vinstri menn þreytast ekki á að lýsa yfir andstyggð
sinni á Bandaríkjunum en gera kröfur til þeirra um
að vera eins konar heimslögregla þrátt fyrir að stjórnvöld
og guðið, - guðinn sjálfur, - Donald J. Trump hafi kveðið skýrt
að orði um að því hlutverki væri lokið.

Rússar samsvara síðan hugmyndinni um Lúsifer, aflvaki hins illa,-
en næsta fallið fram og hann tilbeðinn, - Vladimir Vladimirovich Putin, - því öll gagnrýni á Rússneska sambandsríkið er harðlega kveðin niður með
næsta eilífum og stanslausum nazistaskrifum.

Þetta er skiljanlegt því flestum mönnum reynist erfitt
að horfast í augu við fortíð sína.

Ætli Háskóli Íslands viti af þessu?!

Húsari. (IP-tala skráð) 8.10.2019 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband