Ekki verra að rannsóknir fari fram.

Þegar ákveðið var að lagfæra Þingvallaveg á sínum tíma voru skiptar skoðanir um það hve mikil umhverfisáhrif fylgdu þessum framkvæmdum. 

Í ljósi þess, hvert gildi þjóðgarðsins er, hefði verið gott að farið hefði fram mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, þótt ekki væri nema til þess að afla sem bestra gagna í málinu og koma í veg fyrir deilur, vafaatriði eða jafnvel hættu á því að orðspor og staða þjóðgarðsins skaðaðist, ekki síst vegna þess að hann er á heimsminjaskrá UNESCO. 

Helstu rökin fyrir því að hefja framkvæmdir sem fyrst voru þau, að vegna gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna mættu endurbæturnar á veginum ekki tefjast, og einnig hitt, að breytingarnar á veginum yrðu það lítilvægar að það kallaði ekki á mat á umhverfisáhrifum. 

Í ljós hefur komið, að ferðamönnum hefur ekki haldið áfram að fjölga og ekki verður séð að það atriði hafi orðið eins fyrirferðarmikið og óttast var. 

Síðuhafi kynnti sér framkvæmdirnar lauslega á sínum tíma og miðað við uppgefnar tölur um breikkun vegarins, sem var meginatriði vegarbótanna, að mig minnir 75 sentimetra á hvorri öxl, sýndist það frekar hófleg áætlun. 

En auðvitað koma fleiri atriði til, sem á þeim tíma var erfitt fyrir leikmenn að þefa uppi eða kynna sér. Bolabásvegur

Nú eru að koma í ljós ýmis atriði varðandi umgengni um þjóðgarðinn, þar sem þörf er á ítarlegum og góðum gögnum, og því er mikilsvert að sem mest af gögnum sé til. 

Vegarstæði í gegnum helsta sögustað og náttúruminjastað landsins er ekki það sama og vegagerð annars staðar. 

Því er það bagalegt að mat á umhverfisáhrifum skuli ekki hafa farið fram. 

Myndin hér á síðunni er af upphafi leiðarinnar norður í Bolabás. Bolabásvegur (2)

Haganlega lagður vegur, fylgir landslagi, hvergi upphækkaður og með lágmarks hávaða og ryki. 

Minna má á, að ábendingar Péturs Jónassonar, eins öflugasta sérfræðings um lífríki þessa svæðis, hefðu átt að kalla á mun meiri rannsóknir og umfjöllun en varð á sínum tíma. 

Níturmengun vegna umferðarinnar vó þungt hjá Pétri, en það verður bara að vona að orkuskipti í samgöngum muni verða það hröð að hætta líði hjá.  


mbl.is Harma að ekkert umhverfismat hafi farið fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband