"Krýsuvíkurleið" á EM?

Íslensk íþróttasaga geymir mörg dæmi um það hvernig erfiðleikar í undankeppni stórmóta hafa gert það að verkum, að leiðin á mótin hefur orðið lengri og tvísýnni en ella. 

Hefur slíku verið lýst til dæmis með því að það hafi gerst of oft að eins konar "Krýsuvíkurleið" hafi orðið ofan á, en þegar sú leið var upphaflega lögð fyrir rúmum sjö áratugum var sungið um það í gamanbrag við lagið Lórelei:  "Ég veit ekki af hvers konar völdum sá vegur lagður er", sem var skopstæling á þýðingu ljóðsins: "Ég veit ekki af hvers konar völdum svo viknandi ég er."

Ef liðsandinn og baráttuandinn verður áfram eins og hann var í kvöld í hetjulegri viðureign við ofurefli, er aldrei að vita að það verði hægt að fara hina löngu og seinförnu Krýsuvíkurleið undankeppni stórmóts einu sinni enn.  


mbl.is Er EM-draumurinn úti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband