Arctic Circle; Rússland - Bandaríkin 11:2.

Yfirlýsing Kerrys orkumálaráðherra Bandaríkjanna um æðri og æskilegri ríki andspænis óæðri og óæskilegum ríkjum á Arctic Circle lýsir hroka og yfirlæti, sem er á skjön við tilgang Hringborðs norðursins. 

Flestir taka þessa yfirlýsingu sam tákn um megna andúð Bandaríkjamanna á öðrum stórveldum eins og Rússlandi og Kína.  

Hvað Rússland áhrærir er það nú þannig, að í þeim 360 gráðu hring umhverfis jörðina liggur vegalengd sem samvarar 11 tímabeltum í gegnumm Rússland, en 13 tímabelti samtals í gegnum önnur norðurhvelslönd. 

Enn meira sláandi verður staða Rússlands þegar það er haft í huga, að Alaska er með aðeins tveggja tímabelta breidd. 

Sem sagt: Rússland 11, Bandaríkin 2. 

Ef Bandaríkin vilja bæta 5 tímabelta breidd Kanada við hin bandarísku 2 og fá út 7 á þeim forsendum að Bandaríkin liggi jú þétt upp að Kanada að sunnanverðu, geta Rússar hækkað tölu sína úr 11 upp í 14,5 með því að telja Kína með, sem liggur þétt upp að Rússlandi. 

Og ef lýðræðismælikvarði Kerrys er skoðaður, má benda á að hans eigin forseti var kjörinn með meira en tveimur milljónum færri atkvæðum en mótframbjóðandinn fékk. 

Og, ef út í það er farið, eiga lýðræðisríkin Danaveldi og Finnland 3 tímabelti beint að norðurskautssvæðinu. 

Auðvitað á Rússland enga kröfu á að svona rökræðu sé beitt með þeim rökum að landið hafi yfirburði hvað snertir ofangreind hlutföll, heldur er hugsjónin á bakvið Arctic Circle sú, að allir þátttakendur eigi allir jafnan rétt og virðingu skilda.  


mbl.is Hættulegar yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband