13.10.2019 | 13:08
Þegar málningin á hjólastígum gleymist.
Í útvarpsfréttum í hádeginu var sagt frá erindi talsmanns hjólreiðamanna þar sem hann ræddi um atriði, sem væri ábótavant á hjólastígum og hjólaslys.
Hann nefndi ástandi og viðhald á hjólaleiðunum en ekki var hægt að heyra betur en að merkingar og málning gleymdust í þeirri upptalningu.
Kannski gleymdist að nefna þetta atriði vegna þess að sjaldgæf séu slys vegna lélegra merkinga, en sé svo, er samt vafasamt að gleyma þessu atriði, því að einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því að merkja eigi stígana eftir ákveðnum reglum, þó ekki væri nema til að auka öryggi í myrkri.
Merkingarnar geta að vísu verið þess eðlis, að þær séu ekki aðalástæða slysa, en um slys gildir oft, að ástæður fyrir þeim eru oft fleiri en ein og fleiri en tvær.
Ee það réttlætir ekki að gleyma þeim og vanrækja þær, því að jafnvel þótt um aukaástæðu sé að ræða, er það nóg til að hafa þetta atriði í lagi.
Ástæðan til þess að þetta er nefnt hér er sú, að lélegt viðhald á málningu á merkingu miðlínu á hjólastíg með umferð í báðar áttir reið baggamuninn í axlarbrotsslysi á Geirsnefi í byrjun þessa árs.
Ef strikin í miðjunni hefðu verið merkt, hefði slysið ekki átt sér stað, þótt það gerðist í hálfrökkri, því að hjólreiðamaðurinn, sem olli slysinu, hafði að vísu sýnt af sér gáleysi með því að vera að lesa af mæli og horfa niður fyrir sig á leið sinni, og sá því ekki umferðina sem kom á móti, en hann hafði hins vegar ætlað sér að vera réttu megin á stígnum með því að hafa hliðsjón af strikunum þegar hann fór fram hjá þeim.
Meðfylgjandi mynd sýnir hve lélegar merkingarnar voru nálægt staðnum, sem slysið gerðist á, strikin voru svo afspyrnu dauf, að þau hurfum sjónum á köflum, og einmitt þegar hann mæti hjóli úr gagnstæðri átt, sáust þau ekki og afleiðingin varð að hann sveigði skyndilega í veg fyrir hjólið, sem kom á móti honum.
Þetta mál er einfalt í raun. Þótt ekki sé um aðalástæðu að ræða, segja reglur til um viðhald á merkingum, sem ber að fara eftir, og ofangreint óhapp sýnir að það er ekki að ástæðulausu.
P. S.
Nú síðdegis leiddi vettvangsferð í ljós, að ekkert hefur verið gert allt þetta ár í því að laga ástandið, heldur eru merkingar nær alveg horfnar af alli leiðinni, eins og tvær myndir af tveimur stöðum á henni bæði á vesturhelmingi, miðju og austurhelmingi eins og neðstu tvær myndirnar sýna.
Þótt það kunni að hljóma eins og skárra öryggi að enginn geti lengur séð neinar merkingar alla leiðina, er það spurningin hve mörg ár þurfi að líða án þess að hlítt sé jafn sjálfsagðri kröfu og að allar akbrautir, líka hjólabrautir, séu merktar samkvæmt lögum og reglum þar um.
Þetta eru fjallahjólin sem slegist er um | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.