Þjóðaratkvæðagreiðsla virt í Bretlandi, - en ekki hér.

Ef samningur Breta við ESB um útgöngu úr ESB verður samþykktur í breska þinginu er að sjálfsögðu farið eftir úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem rúmlega 50 prósent kjósenda greiddu atkvæði. 

Og að sjálfsögðu bar enginn brigður á að þetta væri meirihlutavilji, þótt næstum 20 prósent þeirra sem voru á kjörskrá, nýttu ekki kosningarétt sinn og að aðeins 37 prósent þeirra sem höfðu atkvæðisrétt hefðu greitt útgöngu atkvæði sitt. 

Með því að nýta ekki rétt sinn, sögðu þeir pass og létu þann vilja í ljós að þeir létu þá sem greiddu atkvæði taka ákvörðun af eða á um útgðngu fyrir sig. 

Á Íslandi var þjóðaratkvæðagreiðsla 2012 þar sem 67 prósent þeirra sem kusu vildu nýja stjórnarskrá á grunni frumvarps stjórnlagaráðs. 

En svo er að sjá, sem margir þeirra Íslendinga sem telja að breska þingið eigi að sjálfsögðu að fara að vilja kjósenda þar í landi, mega ekki heyra það nefnt að farið verði að vilja kjósenda hér á landi 2012.  


mbl.is Nýr samningur um Brexit í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Það væri fróðlegt að fá í töfluformi betri samanburð á þessu tvennu:

- Kosningaþátttaka

- Hvernig atkvæði féllu:

> .. sem hlutfall af greiddum atkvæðum

> .. sem hlutfall af fjölda kjósenda

Geir Ágústsson, 17.10.2019 kl. 11:21

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvorug atkvæðagreiðslan var bindandi.

Sú staðreynd að bresk stjórnvöld hafi byggt ákvörðun sína um útgöngu úr ESB á niðurstöðum könnunar á afstöðu almennings, hefur ekkert fordæmisgildi í öðrum óskyldum málum, síst af öllu utan Bretlands.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2019 kl. 11:39

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Geir, þetta er afar hlutdræg framseting af hálfu Ómars Ragnarssonar, og hann birtir bara sumar tölurnar.

Ennfremur var þessi þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi (sem var með lágu þátttökuhlutfalli), ekki bindandi, enda fór hún ekki fram í samræmi við ákvæði gildandi stjórnarskrár um það, hvernig endurskoða megi og eigi stjórnarskrána.

Og ennfremur var kosningin til Stjórnlagaþings ógilt af Hæstarétti vegna þess að hún uppfyllti ekki kröfur kosningalaga. Hin alræmda ESB- og Icesave-ríkisstjórn Steingríms J. og Jóhönnu beit þá höfuðið af skömminni með því að sniðganga lögin um stjórnlagaþing, endurtók ekki kosninguna, eins og skylt var, og BRAUT þau lög raunar, með því að leggja ólögmæta "blessun" sína yfir það, að minni hluti þingmanna kaus að stofna "stjórnlagaráð" (nefnd) til að taka yfir það hlutverk sem Stjórnlagaþing átti að hafa; þetta var lögleysa, en ekki sú eina á vegum nefndra aðila.

Eins og Þorvaldur Gylfason heldur Ómar Ragnarsson áfram að réttlæta gjörðir þingmanna Jóhönnu og Steingríms og ólögmæta starfsemi og tillögur "stjórnlagaráðs", þar á meðal tillögu um billega flýtiaðferð til að láta innlima Ísland í Evrópusambandið.

Ég get ekki annað en vorkennt þeim annars ágæta manni Ómari Ragnarssyni að hafa látið flækja sig í þessa lönguvitleysu. En er hann ekki ennþá meðlimur Samfylkingarinnar, og er þá við nokkru skárra að búast?!

Jón Valur Jensson, 17.10.2019 kl. 11:51

4 identicon

Skemmtileg tilviljun. Geir Ágústsson, Guðmundur Ásgeirsson og Jón Valur Jensson, þrír ignorantar, "auf engstem Raum."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.10.2019 kl. 12:08

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Segir hver? Rakin ESB-málpípa, sem afhjúpað hefur sig sem slíka margsinnis gegnum árin.

Jón Valur Jensson, 17.10.2019 kl. 12:25

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef mig misminnir ekki þá býr sá sem JVJ nefnir "rakin ESB-málpípa" í Sviss.  Í besta falli myndi ég kalla þann sjónarhól stikkfrí...

Kolbrún Hilmars, 17.10.2019 kl. 12:38

7 identicon

Engin málpípa ESB, hinsvegar þeirrar skoðunar að innganga Íslands í ESB væri rétt og tímabær. Besta, ef ekki eina ráðið gegn ormum spillingarinnar sem naga að rótum ísl. samfélagsins. Nýjasta útspilið Kvika / Gamma mafían.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.10.2019 kl. 12:51

8 identicon

Það var þjóðaratkvæðagreiðsla á mínu heimili rétt áðan um hvort við þyrftum nýja stjórnarskrá. Já sagði einn en tveir Nei. Eigum við ekki að virða það? En án gamans: Ef eitthvað vantar inn í stjórnarskrána væri það kannski skýrt ákvæði um að aldrei megi framselja sjálfstæði þjóðarinnar til annarra ríkja .þ.e. aldrei innganga í ESB. Svolítið skondið hjá Samfylkingu að vilja tryggja eignarhald þjóðarinnar yfir auðlindum ( sem reyndar er þegar tryggt í stjórnarskrá), en á sama tíma inngöngu í Evrópusambandinu og þar með afhenda þeim þetta sama eignarhald.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 17.10.2019 kl. 13:26

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott og hittið innlegg frá þér, Jósef Smári smile

Jón Valur Jensson, 17.10.2019 kl. 13:32

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fjárlög Íslands þola það þó að fara í gegnum Ríkisendurskoðun, en það þola ekki fjárlög Evrópusambandsins (að fara í gegnum endurskoðendur), ekki í meira en áratug! Engum sönnum Íslendingi dettur í hug, að landið eigi að innlimast í stórveldi út af einhverju Gamma-fjármálarugli, brotabroti af okkar efnahagslífi.

Jón Valur Jensson, 17.10.2019 kl. 15:41

11 identicon

High standards of management and control apply to EU taxpayers money. In fact, the EU budget is one of the most controlled budget in the world. Audits and controls are always carried out in a transparent manner by the European Commission, Memeber States and other organisations. When weaknesses are found, the EU is quick to address them.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.10.2019 kl. 18:49

12 identicon

Skoðanakönnun um valdar tillögur stjórnskipaðrar nefndar telst varla til markverðra atburða og er ekkert sem þingmönnum ber að fara eftir.

Vagn (IP-tala skráð) 18.10.2019 kl. 12:27

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt hjá þér, Vagn.

Jón Valur Jensson, 18.10.2019 kl. 15:27

14 identicon

Var þjóðaratkvæðagreiðslan 2012 skoðanakönnun?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.10.2019 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband