23.10.2019 | 13:02
Afturför á vissum sviðum sjúkraflugs á hálfri öld?
Fyrir rúmri hálfri öld hófu hugsjónaauðugir flugmenn sjúkraflugþjónustu á Ísafirði og í Vestmannaeyjum.
Eitt af ánægjulegasta fluginu á þeim árum á flugkennsluárum mínum var að fljúga sem eins konar guðfaðir með Herði Guðmundssyni á nýkeyptri flugvél hans, TF-AIF, vestur, en nokkrum árum áður hafði Guðbjörn Charlesson stundað flug frá Ísafjarðarflugvelli.
Í tengdri frétt er rakið, hve miklu það getur seinkað sjúkraflugi frá Ísafirði að hafa sjúkraflugvél, sem þjónar svæðinu, ekki með miðstöð vestra, heldur á Akureyri.
En það segir ekki alla söguna, því að vegna veðurskilyrða og landfræðilegra aðstæðna, er oft hægt að fljúga frá Ísafirði þegar ekki er hægt að fljúga til Ísafjarðar.
Að þessu leyti hefur tæknileg afturför orðið fá því sem var fyrir hálfri öld.
Það er ekki hægt að breyta þessu með því að segja að þetta sé ekkert mál, því að hægt sé að afgreiða flugið með þyrlu þegar flugvél er ekki fyrir hendi.
En flug á þyrlu er um það bil fimm sinnum dýrara en flug á samsvarandi þyrlu og þyrlur hafa ekki jafnþrýstiklefa.
Þar að auki hefur hátækni í lækningum orðið svo algeng, að þörfin fyrir sjúkraflug er meiri en var fyrir 50 árum.
Segja stöðu sjúkraflugs óviðunandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.