Zlatan, alveg sér á parti.

 37 ára aldurinn hefur reynst mörgum af helstu afreksmönnum íþrótta erfiður í gegnum tíðina og enda þótt nýjustu þjálfunar og heilbrigðisráðstafanir hafi lengt eitthvað í þessu hjá mörgum, er Zlatan Ibrahimovic augljóslega kominn á þennan viðkvæma aldur. 

Það vdrður sannarlega eftirsjá að þessum stóra, sterka og stæðilega leikmanni, sem hefur haft sérstöðu hvað þessa líkamsburði og fyrirferð varðar, aldger andstæða Messi, Pele og fleiri helstu snillinga knattspyrnunnar, sem hafa verið 1,70 og þaðan af lægri, en getað smogið, smeygt og einleikið sér í gegnum varnir andstæðinganna af einstæðri fimi. 

Raunar hefur Zlatan oft sýnt ótrúleg tilþrif á vellinum miðað sína miklu stærð, og hann hefur verið laginn við að láta margt fjúka, sem hefur gert hann að persónu, sem margir annaðhvort elska eða hata, nema hvort tveggja sé, að elska að hata. 

Nú er að koma að leikslokum hjá þessum magnaða leikmanni, sem haft lag á því að spila úr því að vera engum líkur, heldur alveg sér á parti.  


mbl.is Búið spil hjá Zlatan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er þessi frétt ílla skrifuð. Hvað þýðir eftirfarandi? "Zlatan skoraði 31 mark í 31 leik með LA Galaxy á tímabilinu og samtals hefur hann skorað..."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.10.2019 kl. 16:40

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ryan Giggs hætti að spila 41 árs í ensku úrvalsdeildinni og var sprækur allt til loka ferilsins

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.10.2019 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband