26.10.2019 | 15:15
Hæpið að takist að bora margra tuga km göng. Gætu 3,5 km brúað bil?
Nú er varpað upp hugmyndum um að bora jarðgöng svo tugum kílómetra skiptir á Austurlandi og víðar á næstu árum og hæpið getur verið að hægt sé að koma slíkum firnum í verk á skömmum tíma.
Á leiðinni yfir Öxnadalsheiði er það tiltölulega stuttur kafli, um 3,5 km langur á háheiðinni um Bakkaselsbrekku, sem er langversti þröskuldurinn, einkum vegna brattans á þessari illræmdu brekku.
Það mætti hugsa sér að fara með veginn í göng undir þennan þröskuld og stytta leiðina um 7 km í Skagafirði sunnan við Varmahlíð og 14 km í gegnum sveitarfélagið Blönduós svonefnda Húnavallaleið frekar en að flengja veginum norður á Sauðárkrók og langa dýra gangaleið undir Tröllaskaga um Hjaltadal.
Vill jarðgöng á Tröllaskaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.