27.10.2019 | 07:15
"Hafðu ekki of miklar áhyggjur; eitthvað annað drepur þig fyrst."
Þessi hughreystandi orð má heyra fólk í heilbrigðisstéttum segja varðandi suma sjúkdóma, sem greinast hjá fólki á efri árum, ef niðurstaða læknisskoðunar eins og skimunar hjá viðkomandi hefur leitt í ljós hægfara sjúkdóm á byrjunarstigi.
Sem dæmi má nefna mergæxli á forstigi. Í orðunum felst engin óviðeigandi kaldhæðni, heldur hughreystandi sannindi.
Hughreystingin byggist á þeim ævarandi sannindum, sem síðuhafi uppgötvaði furðu seint, að því lengur sem maður lifir, því meiri líkur séu á því að maður drepist.
Viðbrögð flestra, sem heyra þessi sannnindi sögð, eru hlátur þótt þetta sé í sjálfu sér ekki hlátursefni, heldur þvert á móti.
En á móti kemur að lífið og erfiðleikar þess verða oft léttbærari ef ltið er á það með hæfilegum skammti af húmor.
Séra Jakob Jónsson skrifaði doktorsritgerð á sínum tíma um húmor og íroníu, sem finna mætti í guðspjöllunum.
Ellihrörnun er hluti af Lögmál alls lífs á jðrðinni og svokallaðir hrörnunarsjúkdómar eru að því leyti eðlilegir og óumflýjanlegir.
Hins vegar eru skæðir sjúkdómar eins og Alzheimer oftast á skjön við eðlilega hrörnun og því er það fagnaðarefni ef tekst að finna lækningu við þessum illskeytta sjúkdómi, sem tryggi, að jafnvel þótt hægfara stig hans sé í gangi, se hraðinn það miklu minni en eðlilegur hrörnunarhraði að það verði eitthvað annað sem leggi viðkomandi að velli.
Þar með geta hughreystandi orð við sjúkdómsgreiningu orðið þau, að það sé ólíklegt að hinn greindi sjúkdómur geti orðið viðkomandi að aldurtila, einfaldlega vegna þess að hann muni af völdum annarra banvænna orsaka ekki fá nægan tíma til að verða banvænn.
Aldrei jafn nálægt því að finna lækningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Biogen stöðvaði þróun (development) lyfsins Aducanumab í vor, en tók það upp á ný þegar rannsóknir (phase III trials) sýndu virkni við hærri skammt lyfsins. Í ljós hafði komið að einkenni Alzheimers -hrörnun- hafði minnkað um 23%. Vonum það besta, en hér er ekki um neina lækningu að ræða, heldur seinkun á symtómum. Þá er líklegt að lyfið, human monoclonal andibody, verði það dýrt að aðeins ríkustu lönd heims geti leyft sér meðhöndlun. En það eru fleiri fyrirtæki en Biogen og Eisai sem reyna að hanna lyf gegn Alzheimer, t.d. Pfizer, La Roche, Novartis, Lylli Pharma, Sanofi etc. Tala skal öllum svona fréttum með skynsemo og varúð.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.10.2019 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.