29.10.2019 | 18:46
Aðdragandi Hrunsins og Hrunið sjálft ollu miklum usla hjá fjölmiðlunum.
Fyrsti áratugur þessarar aldar reyndi mjög á fjölmiðlana. Í græðgisbólunni fram til 2008 buðu fjársterkustu fyrirtækin í öflugustu fjölmiðlamennina og það olli ákveðnum atgerfisflótta.
Ekki tók betra við í Hruninu sjálfu, því að þá töldu margir fjölmiðlar sig neydda til að segja upp sumum af sínum öflugustu starfsmönnum og ráða sem ódýrasta í staðinn.
Gott einstakt dæmi var einn þrautreyndasti og færasti blaðamaðurinn, sem tók sín viðtöl án nokkurrar nútíma tækni, svo sem diktafóns eða hljóðupptöku og skrifaði viðtalið á augabragði strax á eftir svo að ekki þurfti að leiðrétta einn einasta staf.
Í stað hans voru víst ráðnir þrír óreyndir blaðamenn, sem afköstuðu samanlagt hvergi nærri því sem afburðablaðamaðurinn hafði áður afkastað.
Enn hafa fjölmiðlarnir ekki jafnað sig eftir hremmingar undanfarinna ára, og það hlýtur að hafa haft áhrif á það að nú birtist 40 ára gamall verkfallsdraugur á þessum vettvangi.
Vinnustöðvun liggur fyrir á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.