Afar erfitt að meta flugfélög og raða þeim á matslista.

Ekki verður komið tölu á allar þær matskannanir á hinum fjölbreytilegu fyrirbærum, sem eru í þjóðlífinu. 

Á netinu má sjá ýmsa lista yfir það besta eða það versta og orka margir þeirra tvímælis, þótt ekki sé nema vegna forsendnanna, sem gefnar eru.

Sem dæmi má nefna lista yfir verstu flugfélög heims, þar sem lággjaldaflugfélögin röðu sér röð, þar sem það versta var númer eitt, það næstversta númer tvö o. s. frv. 

Þegar litið var yfir uppgefnar forsendur kom í ljós að farmiðaverðið var ekki þar á meðal. 

En minni þjónusta er að sjálfsögðu forsenda fyrir lágu verði, þannig að þeir, sem hafa valið að fljúga með þessum flugfélögum, hafa tekið lágt fargjaldaverð fram yfir önnur atriði. 

Fyrir þá, sem þannig fljúga helst, eru því lággjaldaflugfélög bestu flugfélögin, ekki þau verstu.  


mbl.is Öruggustu flugfélögin 2019
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband