Getur verið ákveðinn kostur að kunna dönsku vel.

Ævinlega hafa verið uppi raddir hér á landi þess efnis, að kennsla á dönsku hér á landi sé löngu úrelt og hinn mesti óþarfi. Betra væri að eyða tímanum í að læra eitthvað annað, og enskan sé feykinóg. 

Þess vegna fái enskumælandi þjóðir ákveðið forskot að öllu leyti við að þurfa ekki að læra aukalega neitt erlent tungumál, heldur njóta þess að hafa lært hina göfugu allsráðandi ensku nánast ókeypis og fyrirhafnarlaust. 

Væri þessi kenning rétt, ættu þjóðir eins og Svisslendingar með sín mörgu tungumál að vera eftirbátar annarra þjóða. 

En svo er ekki og svipað gildir um þjóðir þar sem tunguálaumhverfið er fjöltyngt, sem sem í Niðurlöndum. 

Og þeir Íslendingar, sem hafa lært í Danmörku eða hafa danska tungu vel á valdi sínu, njóta hagræðis af því ef þeir vilja hasla sér völl hjá tveimur nánustu nágrannaþjóðum okkar, Grænlendingum og Færeyingum, ekki hvað síst ef mikill og vaxandi uppgangur og umsvif eru hjá þessum þjóðum. 


mbl.is Vilja leggja meiri áherslu á Grænland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Interessant indlæg Ómar, men jeg er ikke helt enig med dig. Studiet af alle fremmedsprog er godt og jo flere, desto bedre. Helst så jeg latin indført som et obligatorisk fag igen. Hvis faget havde fået lov til at leve havde en af Islands bedste latinoser ikke behøver at uddele post i Reykjavík centrum.

Aldrig har jeg mødt en eneste islænding, som nød godt af sine gode eller mindre gode kundskaber i dansk. Danmark ansætter helst ikke udlændinge, med mindre de kan tjene på det og Grønland og Færøerne har masser af lovende mennesker som de kan ansætte. Færøerne er næsten selvforsynende med "hjernekraft", embedsmænd og teknokrater, og det sidste Grønland behøver er at udskifte den danske embedsmands-adel med islændinge som kan dansk. Islændinge som vil gøre sig gældene i Grønland skal kunne Grønlandsk. 

Danske forlag ansætter f.eks. ikke islandske oversættere af islandsk litteratur. Derfor har vi fornylig fået danske oversættelser af De Islandske Sagaer, som er totalt latterlige, i forsøget på at gøre sproget i litteraturen tilgængeligt for "moderne danskerne". Man glemmer blot, at moderne danskere under 40 år næsten ikke læser noget! Det som man i tidligere udgaver kaldet fragmenter eller brudstykker af sagaer, har disse de nye oversættere kaldt "totter"-"totter af sagaer". Sådanne abestreger havde man ikke set, hvis sagaerne var blevet oversat af en islænding med danskkundskaber, som ved at danskere bruger totter hovedsageligt i forbindelse med hår og afrevet materiale som indeholder fibre. Men islændinge ansætter danske forlag ikke til oversættelser. Danskere stoler først og fremmest på sine egne. Så bondsk er den lille nation i syd stadig.

FORNLEIFUR, 4.11.2019 kl. 08:55

2 identicon

Sæll Ómar.

Það er sem allir draugar gangi aftur
um þessar mundir, - danska, Drottinn minn dýri!

Magnaður pistill hjá Fornleifi,
segir allt sem segja þarf.

Húsari. (IP-tala skráð) 4.11.2019 kl. 10:49

3 identicon

Sæll Ómar. Ástráður Eysteinson bókmenntafr. fjallaði eitt sinn um þetta mál, að ísl. háskólanemar þurfa oftast að lesa námsbækur á ensku, en skrifa ritgerðir á íslensku. Enskumælandi fólk þarf aldrei að þýða á þennan hátt. "Þess vegna eru þeir dálítið heimskari en við", ályktaði hann. Það er líka vísindalega sannað að tví/fleirtyngi hægir á öldrun heilans. Ég kópíeraði grein um þetta og get sent hana.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 4.11.2019 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband