4.11.2019 | 19:52
Hvort var á undan, eggið eða hænan? Hvað um Kárahnúkaspreninguna?
Áratugum saman veltu jarðvísindamenn um það vöngum fram og aftur, hvort jarðhræringar og eldsumbrot undir Grímsvötnum kæmu af stað hlaupum úr vötnunum, eða hvort þetta væri öfugt.
Svipað virðist vera uppi á teningnum varðandi það hvort jarðskjálfti undir Ketubjörgum hefði valdið hnuni mörg þúsud tonna stykkis úr bjarginu eða hvort þetta hafi verið öfugt.
Miklu líklegra virðist að góður jarðskjálfamælir hafi mælt hrunið. Þannig var það til dæmis þegar stærsta dínamitsprenging Íslandssögunnar var framkvæmd við Kárahnjúka 2003 og í það skiptið velktist enginn í vafa um hvort fyrirbærið olli hinu.
Jarðhræringar ólíklegur sökudólgur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.