7.11.2019 | 18:40
Hagsmunasamtök tuga þúsunda fólks með bakveiki?
Fróðlegt væri að vita hve margar tugþúsundir Íslendinga hafa þjáðst vegna bakveiki og glimt við skert lífsgæði af ýmsum toga af þeim sökum.
Afar líklegt er að tjónið af völdum þessum margbrotna kvilla sé miklu meira en margir halda.
En það er ekki það versta, heldur hitt að í eltingarleik við tískustrauma í hönnun og útliti húsgagna, fjölgar þeim stólum, sófum og öðrum húsgögnum hratt, sem beinlínis gera það ómögulegt fyrir bakveikt fólk að sitja eða liggja öðruvísi en að lagið á þessum gögnum fari illilega í bakið á þeim.
Verst er að sjá hvernig húsgögn á heilbrigðisstofnunum taka víða ekkert tillit til sjúklinganna, sem þangað koma , til dæmis til að þess að bíða á biðstofum.
Má segja um það, að heggur sá er hlífa skyldi.
Fyrir um hálfri öld gengu sænskir bílaframleiðendur í það að fá sérfræðilækna til að hanna framsæti í bíla sína, sem ollu straumhvorfum í gerð framsæta.
Þörfin fyrir álíka byltingu í gerð stóla almennt er brýn og myndi ekki aðeins borga sig í minni þjáningum bakveikissjuklinga, heldur verða mikilla fjármuna virði í afköstum og lífsgleði tugþúsunda manna.
Það er tilefni til þess að fjalla nánar um þetta hér á síðunni með myndum, sem þegar er byrjað að taka.
Samtök fólks með hausverk? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hagsmunasamtök, hagsmunasmatök. Hverskonar "bullshit" er hér í gangi. Hafir þú bak- eða hausverk ferðu til læknis, til þíns heimilislæknis, sem sendir þig til sérfræðings, ef þörf krefur. Hefur ekkert með stóla eða sófa að gera. Nú, ef einhver stóll passar þér ekki stendur þú upp og stendur á þínum tveimur jafn fljótum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.11.2019 kl. 21:21
Geturðu frætt mig um hvers vegna Svíar stóðu fyrir hinni miklu breytingu á framsætum fólksbíla fyrir hálfri öld?
Hvers vegna framsæti, sem voru heilir og sléttir bekkir með ómögulegu rými fyrir fætur miðjufarþega hurfu og við tóku þægilegir tveir aðskildir stólar?
Málið heyrir undir fræðigrein sem nefnist ergonomi á erlendu máli og fjallar um það hvernig best sé að hanna tengsl milli líkama fólks við umhverfið og einstaka hluta þess sem tryggir sem besta líðan, árangur og vinnuskilyrði.
Ómar Ragnarsson, 7.11.2019 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.