Kuldatrúarmenn hörfa aftur um árþúsundir.

Afneitarar hlýnunar loftslags sem héldu jafnvel fram hraðri kólnun á timabili, hafa nú byrjað að hörfa nokkur árþúsund og allt að milljónir ára aftur í tímann, með þeirri röksemd að hlýnunarskeið fyrir þúsund árum og annað hlýnunarskeið fyrir tvö þúsund árum hafi ekki haft neinar hamfarir í för með sér. 

Með því að jafna núverandi byrjun á enn stærra og langvinnara hlýnunarskeiði við hin gömlu hlýnunarskeið ganga afnteitararnir alveg fram hjá þeirri staðreynd að fjöldi jarðarbúa var fyrir öldum og árþúsundum aðein örlítið brot af því sem nú er, og stór svæði á okkar dögum með hundruðum milljóna íbúa, sem munu verða fyrir barðinu á hækkun sjávar og öðrum afleiðingum hlýnandi loftslags, voru jafnvel óbyggð fólki fyrir eitt þúsund eða tvö þúsund árum. 

Sem íslenskt dæmi um þá gerbreytingu sem ný eða fjölmenn byggð veldur, eru snjóflóðin mannskæðu á Norðfirði, Flateyri og Súðavík þar sem fórust rúmlega 50 manns samtals af því að komin var þéttbýl byggð þar sem engin byggð hafi verið áður.

Annálsritarar fyrri alda greindu ekki frá þessum flóðum, af því að ekkert tjón varð af þeim. 

Samtímis flóðinu á Flateyri féll langsstærsta snjóflóðið innst í Dýrafirði.

Það snjóflóð vakti enga athygli því að búið var að færa þjóðveginn utar í fjörðinn og engin fórst í því.

Annað íslenskt dæmi:  Eyjafjallajökull. Þótt gosið í honum á nítmjándu öld hefði verið með jafn mikluð  öskufalli og gosið 2010 ekki haft nein áhrif á samgöngurnar eins og þær voru á  19. öld. 

Að sjálfsögðu á að miða mat á áhrifum hlýnunar á okkar tímum við það ástand heimsbyggðarinnar sem nú er, en ekki á það ástand sem ríkti við gerólíkar aðstæður fyrri árþúsunda. 


mbl.is Metfjöldi gróðurelda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

 

Mannfjölgun í ár á jöðrinni  

 

69,553,973

 

Aukning á CO 2 útblæstri vegna mannfjölgunar 0.5 Gigatonn (af 40 núverandi)

 

Allur útblástur Íslendinga er 0.007 Gigatonn.

 

Hvað ætlar Kata að gera í þessu mannfjölgunarmáli? Hvað ætlar umhverfisráðherrann sem enginn kaus að moka ofan í marga skurði á Íslandi til að minnka CO2 útblástur frá túnum sem við heyjum til að lifa í landinu?

Hver á að borga kolefnisskattana af þessari aukingu? Sem og aukninguna sem verður af því að Kínverjar gangsetja eitt kolakynt raforkuver í hverri viku. Þessi orkuver bætast við þau 6000 sem fyrir eru í heiminum.

Hvernig veit Ómar að núverandi hlýskeið sé meira en önnur á fyrri tíð og hafi aðrar orsakir?

Halldór Jónsson, 9.11.2019 kl. 14:10

2 identicon

Hver er að tala um að Kata eða Halldór Jónsson bjargi heiminum? Enginn. Reynt er hinsvegar að vekja athygli á rannsóknum og niðurstöðum vísindamanna. Kveikja á perunni í kollinum á ignorant innbyggjum. Léttara sagt en gert.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.11.2019 kl. 14:28

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ómar minn sæll! Hér er inngangurinn að grein minni í Fréttablaðinu í gær, en þar er hún mikið stytt:"að er skrýtið, að það þurfi mann eins og mig, mann utan úr bæ til að benda á hlut sem hefur verið fullsannaður og óumdeildur í meira en hundrað ár, nefnilega, að jörðin hefur verið að kólna og þorna í um átta þúsund ár. Raunar var lægsta punktinum í þessari kólnun náð um aldamótin 1900, þegar jöklar voru þeir mestu frá „ísöld“ (jökulskeiði) en síðan hefur dálítil uppsveifla verið, um 0,8 gráður frá 1880.

Þetta ættu allir, sem titla sig „vísindamenn“ og gefa yfirlýsingar um loftslagsmál að vita. Viti þeir þetta ekki eru þeir einfaldlega ekki marktækir.

Og hvar í ósköpunum er þetta litla orð „aftur“? Af hverju tala allir, ekki síst þeir sem titla sig „vísindamenn“ um „hlýnun“ þegar rétt er að segja „endurhlýnun“?

Málið er alls ekki umdeilt. En af hverju talar enginn lengur um það?"

Hér má sjá greinina í upprunalegri mynd. Þú og fleiri hefðu gott af að lesa hana og fleira sem ég hef skrifað um þessi mál:

https://vey.blog.is/blog/vey/entry/2238952/

Vilhjálmur Eyþórsson, 9.11.2019 kl. 15:22

4 identicon

Sæll Ómar.

Það er margt haldreipið mannanna;
Munkhausen barón greip í hár sér
og allir hlógu, aðrir grípa í loftið
og "...jafnvel Þorleifur Bjarnason klappar ekki.".

Húsari. (IP-tala skráð) 9.11.2019 kl. 16:09

5 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Ómar, 

Hafa þessi kuldatrúarmenn ekki rétt fyrir sér, hvað með Suðurskautið í dag? 

Antarctic Sea Ice Reaches New Record Maximum 

KV. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 9.11.2019 kl. 16:46

6 identicon

Gunnar hafði farið heiman einn samt af bæ sínum og hafði kornkippu í annarri hendi en handöxi í annarri. Hann gengur á sáðland sitt og sáir þar niður korninu

Ekki hefur mér enn tekist að fá korn til að vaxa. Þrátt fyrir að hafa aðgengi að mun öflugri áburð og betra sáðkorni en Gunnar hafði

Grímur (IP-tala skráð) 9.11.2019 kl. 17:01

7 identicon

Þorsteinn Sch (16:46). Lestu bara það sem þér líkar? Úr greininni sem þú vitnar í. 

"The new Antartic sae ice record reflects the diversity and complexity of Earth's environments, sais NASA researcher. Claire Parkinson, a senior scientist at NASA's Goddard Space Flight Centre, has referred to changes in sea ice coverage as a microcosm of global climate change. Just as the temperature in some regions of the planet are colder than average, even in our warming world, Antartic sea ice has been encreasing and bucking the overall trend of ice loss. "The planet as a whole is doing what was expected in terms of warming. Sea ice as a whole is decreasing as expected, but just as the global warming, not every location with sea ice will have a downward," Parkinon said.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.11.2019 kl. 17:13

8 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Haukur, 


Ég á það reyndar EKKI sameiginlegt með ofstækisfullum hnattrænar hlýnunarsinnum (af mannavöldum) með að benda á stækkandi ísinn Suðurskautunnu, því að ALLT SVOLEIÐIS BENDA ÞEIR EKKI Á, heldur benda þeir á þessar fölsuðu niðurstöður og svo m.a. á jöklanna hérna.

KV. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 9.11.2019 kl. 17:48

9 identicon

Trúarbrögð eru ekki góð. staðreyndin er sú að vísindamenn eru ekki á einu máli um hvort hlýnunin er af mannavöldum. Ég tek mark á báðum hópum þangað til annað kemur í ljós. Ég held að aðal hættan sem stafar að mannkyninu sé fólksfjölgunin. Svo bendi ég á að náttúran finnur sér alltaf leið. Ef koldíoxíð eykst í himinhvolfinu verðuraukinn vöxtur á plöntunum sem vinna á móti þessari aukningu. Hvernig hún finnur svo leið á mannfjölguninni er svo stóra spurningin.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 9.11.2019 kl. 17:50

10 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Haukur "Lestu bara það sem þér líkar?"

Af hverju slepptur þessu hérna, eða hvað getur þú ekki svarað þessu sem að NASA vísindamenn hafa átt erfitt með að svara ?  
"The Antarctic sea ice is one of those areas where things have not gone entirely as expected. So it’s natural for scientists to ask, ‘OK, this isn’t what we expected, now how can we explain it?’”

Sjá einnig : "The sea ice that engulfs Antarctica each summer in the Southern Hemisphere grew to a new record extent – for the satellite era – this year. This year’s sea ice growth continues a long-term trend of increasing sea ice around Antarctica. It's the opposite of what's happening in the Arctic, where on an annual average basis, Arctic sea ice has decreased at a rate of 4.3 percent per decade since 1979. In the Antarctic, sea ice has increased at a rate of 1.7 percent per decade..."(October 7. 2014) 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 9.11.2019 kl. 18:06

11 Smámynd: Snorri Hansson

Nú heitir það ENDURHLÝNUN. Ekki hamfafara...

Snorri Hansson, 9.11.2019 kl. 18:17

12 Smámynd: Haukur Árnason

„Ehrlich og Holdren voru báðir að þrýsta á hnattræna kólnun, áður en þeir fóru að þrýsta á hlýnun jarðar. Ehrich er náinn samstarfsmaður John Holdren og Holdren var vísindaráðgjafi Obama.“

„Raunveruleg dagskrá þeirra var að draga úr jarðefnaeldsneytisframboði, sem þeir sökuðu um hnattrænan kólnun.“

„Alheimskælingin var alls staðar fyrir fræðimenn. Helstu loftslagssérfræðingar heims skrifuðu bréf til Nixon forseta árið 1972“

„Ný ísöld að koma 9. Mars 1980“

„Þeir eru ekki búnir að átta sig á hvað hlutur okkar, mannanna, er lítill.
Virðist nokkuð góð samstaða um að okkar hlutur sé um 3,2% af heildinni. Segjum að við séum að tala um hlýnun uppá 2,5 gráður, þá  er okkar hlutur 0,08 gráður. Sem sagt ekki marktækt.
“.

Það er erfitt að átta sig á hverju á taka mark á. En að 0,08 gráðu aukning af okkar völdum á hlýnum jarðar sé hamfarahlýnum, það er of langt gengið.

Haukur Árnason, 9.11.2019 kl. 18:32

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Var að koma frá Gujarat-héraði á Indlandi um síðustu helgi. Þar hefur bómullaruppskerunni seinkað um mánuð vegna mikilla rigninga í október, sem eru fordæmalausar. Þessar veðurfarsbreytingar eru afleiðing hlýnunar. Samkvæmt indversku geimferðastofnuninn má búast við að sjór nái að borgarhliðum hinnar fornu borgar Surat eftir aðeins 30 ár ef fram heldur sem horfir. Fjöldi þorpa og mikið ræktarland mun fara á kaf.

Á leið til baka til Surat frá þorpinu Velavadar heimsóttum við hindúahofið í Gadhada og fengum áheyrn hjá leiðtoga Swaminarajan safnaðarins þar. "Við mannfólkið þurfum þrennt", sagði hann "loft, vatn og mat. En við höfum mengað loftið, við sóum vatninu og mengum það og við eyðileggjum matinn með eitri og kemískum efnum".

Þorsteinn Siglaugsson, 10.11.2019 kl. 12:09

14 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

"New NASA Study Finds Key Melting Greenland Glacier, Once the Poster Boy for Global Warming, is now Growing Again"

"The cold times are returning in line with historically low solar activity."

"In the last 30 days, the United States set a Total of 7,112 new All-Time Low Temperature Records vs just the 1,605 Max

"Don’t be fooled by bogus political ideologies backed-up by bunk science — the lower-latitudes are refreezing in line with historically low solar activity…"

https://electroverse.net/new-nasa-study-finds-key-melting-greenland-glacier-once-the-poster-boy-for-global-warming-is-now-growing-again/?fbclid=IwAR2Ob5DzfR-H9rL29ZUZZmgEL6lhRwbo37pLx9CxLAS3C7uzT3eE7Zb0x4s

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 10.11.2019 kl. 14:17

15 identicon

Elló (IP-tala skráð) 11.11.2019 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband