"Á hreindýraslóðum", kvikmyndin, sem mönnum sást því miður yfir.

Kvikmyndin "Á hreindýraslóðum", sem Eðvarð Sigurgeirsson tók í ferð inn í Kringilsárrana 1943, var friðaður allt fram til 2006, þegar byrjað var að drekkja honum í aurvatn Hálslóns vegna Kárahnjúkavirkjunar. 

Raunar er textinn með myndinni einstakur að öllu leyti, langt á undan sinni samtíð og raunar framúrstefnulegur enn í dag, eins og sést vel á þeim hluta hans sem Andri Snær Magnason birtir í bók sinni Sagan af tímanum og vatninu. 

Gildi Kringilsárrana fólst ekki aðeins í einstæðum jarðminjum og gróðurfari, heldur einniggn í því að þetta gróðurfar og skjól í þeim hluta hans, sem hallaði niður að Jöklu, tryggði tilveru dýranna, sem annars voru í útrýmingarhættu hér á landi. 

Sá fjórðungur ranans, sem sökkt var í aur Hálslóns var einmitt skjólsælasti hluti hans, og jökulsárnar Kringilsá og Jökla sáu um að vernda dýrin fyrir ágangi. 

Ef þessi kvikmynd hefði orðið að gagni sem heimild við kynningu á svæðinu, sem umturnað var vegna lónsins, hefði það getað orðið mikilsvert. 

Því miður sást mönnum yfir það. 

Nú má Kringilsárrani muna fífil sinn fegri, fossunum þremur í Kringilsá verið drekkt, þremur í aur og þess efsta, stærsta foss á hálendinu norðan Vatnajökluls, bíða sömu örlög, en er reyndar á kafi í lóninu frá júlí/ágúst og fram á vor. 

Hreindýrin, sem áður voru í rananum og á Brúaröræfum eru farin og stækkandi hluti ranans er sandi orpinn vegna leirfoks fyrri hluta sumars. 


mbl.is Hreindýrin veidd þrátt fyrir friðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband