13.11.2019 | 21:46
Einföld saga; hlutverkaskipti Íslendinga.
Þegar víðar er litið yfir sviðið, sem Kveikur fjallaði svo eftirminnilega um í gærkvöldi, birtist óumdeilanleg heildarmynd, sem Íslendingum er kunnug frá sögu sinni:
Öflug þjóð af auði, tækni og menntun rænir fátæka þjóð arði af auðlindum sínum.
Það gerðu Bretar fyrrum á Íslandsmiðum og fluttu arðinn af fiskiauðlindinni til Bretlands.
Íslendingar þurftu að heyja þrjú þorskastríð 1958-61, 1972-73 oh 1975-76 auk ígildis Þorskastríðs 1952 og áfram til þess að verja miðin fyrir ofveiði og ná yfirráðum yfir auðlindalandhelginni.
Nú eru Íslendingar hins vegar að snúa þessu alveg við: Sækja hart að miðum fátækrar Afríkuþjóðar og flytja arðinn úr landi,
Eva Joly dáist að hugrekki Jóhannesar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er nú reyndar ólíkt í grundvallaratriðum.
Í þorskastríðum sóttu aðrar þjóðir að því sem Íslendingar töldu eiga vera sitt, í meintu Namibíumáli er utanaðkomandi aðili (Samherji) að hjálpa svikulum pólitíkusum að græða á þjóð sinni.
Þú getur fundið miklu nærtækari samlíkingar úr nútíma í Íslensku umhverfi.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 14.11.2019 kl. 00:51
Bretar veiddu fyrrum á Íslandsmiðum og fluttu arðinn af veiðunum til Bretlands. Þessi Íslandsmið voru alþjóðlegt hafsvæði sem var nær Íslandi en Bretlandi. Íslendingar þurftu að heyja þrjú þorskastríð eftir að þeir slógu eign sinni á þessi alþjóðlegu hafsvæði. Íslendingar sjálfir hafa frá komu fyrstu síðutogaranna verið duglegir að veiða á alþjóðlegum hafsvæðum í námunda við önnur lönd.
Það kallast víst arðrán ef ég kaupi kartöflu af bónda í Afríku eða Þykkvabæ og græði svo á því að búa til kartöflurétt. Arðrán að veita bóndanum ekki hlutdeild í hagnaðinum af kartöfluréttinum. Eins og þú arðrændir Kodak með því að taka myndir og selja án þess að veita Kodak hlutdeild í hagnaðinum. Því ef orðið arðrán á að hafa einhverja merkingu þá má það ekki skipta neinu máli hverjum er meinuð hlutdeild í hagnaðinum, hvar í heiminum hann býr og sama hvert hráefnið er.
Vagn (IP-tala skráð) 14.11.2019 kl. 03:36
Sérkennilegt er að sjá Íslending samsinna því sem Bretar héldu fram á sínum tíma.
Ómar Ragnarsson, 14.11.2019 kl. 08:51
Það stunda ekki allir þjóðernislega sjálfsblekkingu og kokgleypingar lýðskrums. Þú getur ekki neitað því að veiðar Breta milli þorskastríða voru á alþjóðlegu hafsvæði sem var ekki neitt frekar okkar eign en þeirra.
Vagn (IP-tala skráð) 15.11.2019 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.