14.11.2019 | 17:45
Magnaður fjölmiðill, Al Jazeera!
Þegar katariski fjölmiðillinn Al Jazeera kom fram á sjónasviðið með látum hér um árið, var markið hjá stöðinni sett svo hátt, að menn á Vesturlöndum rak í rogastans.
Það fólst hvorki meira né minna en í því að verða besta sjónvarpsfréttastöð heims!
Hvernig í ósköpunum ætlaði arabísk sjónvarpsstöð að komast eitthvað nálægt því að gefa grónustu og öflugustu vestrænu fjölmiðlunum samkeppni?
Ekki væri nóg að eiga sand af seðlum.
En svarið birtist undra fljótt. Stöðin yfirbauð fremstu kunnáttumenn á þessu sviði, svo sem hinn fræga sjónvarpsmann David Frost.
Aðeins það allra besta væri nógu gott.
Áhugamenn um erlent sjónvarp hrifust af árangrinum og mærðu efni og efnist0k st0ðvarinnar.
Í eldgosunum íslensku 2010 og 2011 gafst síðuhafa tækifæri til að vinna fyrir fjölda sjónvarpsstöðva frá öllum heimshornum, og niðurstaðan af þeim kynnum var sláandi: Engin sjonvarpsst0ðvanna stóð AL Jazeera á sporði hvað snerti vinnubrögð, búnað og úrvinnslu.
Nú boðar st0ðin umfjollun um hluta af Samherjamálinu og verður spennandi að sjá það.
Al Jazeera birtir Samherjaumfjöllun 1. desember | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verða kosningar í Namibíu 27. nóvember 2019.
Það er sagt vera tilefni þess að arabíska stöðin, Al Jazeera fjallar um spillingarmál þar.
En þá getum við spurt hvað valdi því að arabíska stöðin íhlutist þannig um mál sem kunna að valda usla í lýðræðislegum kosningum í Afríkuríkinu Namibíu? Er það eðlilegt?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.11.2019 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.