16.11.2019 | 12:17
Nú reynir á þolrifin hjá langfjölmennustu lýðræðisþjóð heims.
Indverjar eru 1,3 milljarðar og Indland, Pakistan og Bangledesh hýsa ríflega 1,8 milljarða, eða fjörðung alls mannkyns.
Á þessu landsvæði, sem áður var hluti af breska heimsveldinu undir heitinu Indland, býr mun fleira fólk en býr samanlagt í Evrópu og Norður-Ameríku.
Indland er að mörgu leyti heimur út af fyrir sig og lýðræðið þarf að takast á við óhemju flókin og stór viðfangsefni, sem hrannast upp samfara hinni miklu iðnvæðingu og mengun og öðrum stórvandamálum af hennar völdum.
Í alræðisríkinu Kína hefur líka verið eindæma uppgangur, sem að sumu leyti virðist léttara að ná tökum á í krafti einræðisins.
Þess vegna er það afar mikilvægt að langfjölmennasta lýðræðisþjóð heimsins fari að ná skárri tökum á aðal viðfangsefni sínu en verið hefur raunin hingað til.
Indverjar geti lært af Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Munurinn á Indlandi og Kína er að á Indlandi er lýðræði og opið samfélag, en ekki í Kína. Vissulega getur verið erfiðara að taka á þessum málum þar sem lýðræði ríkir. En í alræðisríki eins og Kína er mun erfiðara að fá réttar upplýsingar um ástandið. Það sem stjórnvöld segja er ekki endilega vísbending um raunveruleikann.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.11.2019 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.