Fyrirhuguð gjöf á nýra bjargaði gefandanum.

Mögnuð er frásögn Arons Sigurvinssonar af því hvernig lífshættulegt bílslys varð að lífsbjörg hans. 

Andlegt og líkamlegt þrek hins kornunga knattspyrnumanns er aðdáunarvert og það, hvernig slysið varð til góðs, þótt ótrúlegt mætti virðast. 

Hún minnir á frásögn af atviki fyrir mörgum árum, þegar til stóð að maður, sem ég þekki, gæfi bróður sínum nýra. 

Þegar farið var að skoða nýrað, sem átti að gefa, kom í ljós að í því fannst krabbamein á byrjunarstigi, þannig að ekki var hægt að gefa nýrað, heldur yrði að nema það í burtu og bjarga með því hinum örláta gefanda. 


mbl.is „Bílslysið bjargaði mér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband