Fljúgandi Finnar hafa verið margir í kringum Jyvaskyla.

Þúsund vatna landið Finnland er frekar flatt miðað við Noreg og Ísland, en samt má finna skíðasvæði í Lapplandshluta landsins og fljúgandi Finnar því þar á ferli á skíðum. 

Enn frægari "fljúgandi Finnar" hafa þó verið fljúgandi á hinum gríðarlöngu malarvegum, sem hafa verið einkenni landsins um áratuga skeið og liggja margir um hæðótt land, þar sem ótal blindhæðir og beygjur hafa gert þeim kleift að halda einhverjar bestu rallkeppnir í heimi og öðlast heimsfrægð. 

Langt fram eftir síðustu öld var meira en helmingur allra vega í Finnlandi malarvegir. 

Finnsku nöfnin eru mörg, Timo Makinin, Ari Vatanen, Hannu Mikkola, Henry Toivonen og Jari-Matti Latvala svo að einhverjir séu nefndir af handahófi. 

Í heimsmeistarakeppninni 1981 gafst kostur á að keppa á Renault 5 við Vatanen og Mikkola í Sænska vetrarrallinu, þótt aldrei yrði komist nálægt einvígi þeirra um fyrsta sætið, heldur glímt við það allan tímann að verða ekki síðasur í hópi þess helmings keppenda sem komst í mark. 

Fimm árum síðar var farið til Jyvaskyla til að keppa í sparakstri á Daihatsu Charade, og fór aksturinn að stórum hluta fram á hinum frægu sérleiðum rallkappanna, sem fljúga hvað eftir annað marga tugi metra fram af blindhæðunum, og hafa fyrir bragðið fengið heitið "fljúgandi Finnarnir."

Í sparakstrinum var að sjálfsögðu ekki flogið eins og á einstaka stað í vetrarrallinu í Varmalandi í Svíþjóð, en bæði þessi mót voru ógleymanleg fyrir Íslendinga, blauta á bak vglímið eyrun. 

Lagið Ach Varmaland du sköna er dásamlegt lag sem festist í huga eftir keppnina í Svíþjóð 1981 og verður eitt þeirra laga, sem notað verður á söngdagskrá í Hannesarholti kl.14  næstkomandi sunnudag með nýjum íslenskum texta, sem viðstaddir geta sungið og tekið undir með því að lesa þann texta og alla aðra texta af skjá jafnóðum og lögin eru spiluð og sungin. 

 


mbl.is Stökkvari sem missti fótanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband