Ennþá er viðfangsefnið ofviða þjóðum heims.

Loftslagsváin svonefnda er hluti af enn stærra máli, rányrkju á auðlindum jarðar, sem helst í hendur við mannfjölgun, sem hefur verið óviðráðanleg hingað hvað heildina varðar, og hina linnulausa kröfu um endalausan hagvöxt, sem er enn annar hluti vandans. 

Mannfjölgunin er að vísu ekki vandamál á Vesturlöndum út af fyrir sig. Ölduðu fólki fjölgar en fæðingum og yngra fólki fækkar. 

Þótt bent sé á, að það sé hluti af lausn að flytja ungt fólk til Vesturlanda frá suðlægari löndum, þar sem þurrkar, hitar og gróðureyðing valda neyð, er umfangið svo stórt, að í ljósi reynslunnar af mun minni fólksflutningum hingað til, vex hið nýja vandamál um of. 

Jafnvel þótt kenningin um loftslagsvanda af mannavöldum væri röng, eru stóru línurnar þess eðlis í þessu máli, að aðgerðir í útblástursmálum með útskiptum á orkugjöfum eru ómissandi hluti af óhjákvæmilegri viðspyrnu við þeirri staðreynd, að olíuöldin; - sem er einstæð á alla lund í sögu mannkynsins; þessi öld ofurneyslunnar;  mun enda á 21. öldinn álíka hratt og hún hófst fyrir rúmri öld. 

 

 


mbl.is Magn gróðurhúsalofttegunda aldrei meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mannfjölgun ER vandamál.  Fyrir 70 árum taldi mannkyn 2,5 milljarða en eftir örfáa mánuði verður talan komin í 8 milljarða. Náttúrugæði aukast ekki í takt við mannfjölgunina svo auðvitað endar þetta með ósköpum.

Kolbrún Hilmars, 25.11.2019 kl. 16:30

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Lausnin getur að stærstum hluta verið Thorium orkuver, ásamt sólarorku og vindorkugörðum.  Með thoríum er hægt að uppfylla orkuþörf stórflutninga ásamt allri orkuþörf annari ef vilji er fyrir hendi

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 25.11.2019 kl. 16:35

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er í sjálfu sér ekki lausn því viðeigandi offjölgunarsamfélög þurfa að standa að henni innan frá en hvorki geta né kunna. Fámennu þróuðu samfélögin gætu svo átt nóg með sig hvort sem er því þetta loftslagsfár virðist helst beinast að því að skerða möguleika þeirra til athafna, bæði heima og heiman, hvort sem er.

Kolbrún Hilmars, 25.11.2019 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband