"Jepparuglið" alls staðar.

Nú má sjá á bílafréttum á mbl.is tvær fréttir af "jeppa"ruglinu, sem veður yfir allan bílaiðnaðinn og felst í því að skilgreina bíla, sem eru í raun aðeins venjulegir fólksbíla, sem jeppa eða sportjeppa, jafnvel þótt það sé ekki hægt að fá viðkomandi bíla með fjórhjóladrifi.Aston Martin Jeppi  

Aston Martin er með nýjan "jeppa" sem er með hvorki meira né minna en 16,8 sentumetra veghæð! 

Mikið er lagt upp úr því að hafa felgurnar sem stærstar, helst 18 til 22ja tommu, en á móti eru dekkin höfð svo breið og þunn, að þau þola varla akstur á venjulegum malarvegi. 

Gamla Volkswagenbjallan var með 20 sem veghæð og engum datt í hug að kalla Bjölluna jeppa.  Tazzari á hleðslustöð

16,8 sm veghæð er sama veghæð og á ör-rafbíl síðuhafa og aðeins einum sentimetra hærra en er að meðaltali á fólksbílaflotanum. 

Og önnur frétt er um það, að nú verði dregið stórlega úr jeppaeiginleikum Range Rover og lúxus og þægindi hafin í öndvegi. 


mbl.is Úr sportbílum í jeppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband