Lítilsvirðing við Grænlendinga.

Athyglisvert er að frétta um þau viðbrögð Dana við kröfum Bandaríkjaforseta um að eignast Grænland, að af Dana hálfu verði eftirlit með landinu hert hernaðarlega og það sett efst á lista öryggismála, á undan mögulegri ógn hryðjuverka og netglæpa. 

Þetta eru eðlileg viðbrögð, ekki aðeins gagnvart kröfu Trumps um að eignast Grænland og auðlindir þess, heldur ekki síður gagnvart þeirri hugsun hins bandaríska auðjöfurs, að allt sé falt fyrir peninga. 

Með því að krefjast þess að fá að kaupa Grænland og firtast síðan við og fara í fýlu með því að hætta við heimsókn til Danmerkur þegar Danir hlýddu ekki, sýndi Bandaríkjaforseti Dönum og ekki síður íbúum Grænlands einstæða lítilsvirðingu. 

Hann leit á Grænlendinga eins og hvern annan varning sem hægt væri að versla með og kaupa og selja. 

Þar að auki hafði hann ekki kynnt sér það, að samkvæmt grænlenskum lögum á enginn landið, heldur er eignaréttur á landi ekki til. 

Ef rætt er um landareignarrétt á Grænlandi, er helst hægt að orða það svo, að Grænland eigi sig sjálft og að Trump megi eiga sig. 


mbl.is Danir auka eftirlit með Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband