Fyrsti rafbíllinn með útskiptanlegum rafhlöðum?

Ekki þarf annað en að líta á línurit yfir hratt vaxandi orkueyðslu jarðarbúa í formi jarðefnaeldsneytis til að sjá, að á seinni hluta þessarar aldar í síðasta lagi, mun hún hrapa hratt niður á við. Rafbíll Frankfurt

Þótt engin loftslaghlýnun væri í gangi, verður það tröllaukið verkefni að mæta þessu hruni olíualdarinnar. 

Meira að segja Sádi-Arabar eru sagðir búa sig undir hrunið hjá sér, sem verði eftir hálfa öld, meðal annars með því að leggja drög að kjarnorkuverum. 

Af þessum sökum eru smá farartæki, sem rokseljast ekki nú, líkleg til að leika stórt hlutverk í samgöngubyltingunni, sem koma skal, og örbílar og hjól því á undan sinni samtíð. 

Á bílasýningunni í Frankfurt mátti sjá örbíl, sem svipar um margt til Renault Twizy, en býr yfir endurbót á hinum litla franska bíl. Renault Twizy

Það er ókostur Twizy, sem hægt er að leggja þversum í stæði, svo að þrír bílar komast léttilega þar sem einn venjulegur bíll er, að loftmótstöðustuðull hans er afar stór, 0,68 cx, eða meira en tvöfalt meiri en á venjulegum bíl, og það takmarkar hámarkshraðainn við 80 km/klst og drægnin getur farið niður í 50 kílómetra. 

Twizy er aðeins 1,23 m á breidd og því situr bílstjórinn í miðju bílsins og farþegi þétt aftan við hann, líkt og á vélhjóli. 

Bíllinn líkist því yfirbyggðu vélhjóli og þetta fyrirkomulag skapar möguleika á því að hafa autt rými sitt hvorum megin við sætin, sem getur aukið öryggi i hliðarárekstri. 

Í Twizy er þessi mögleiki ekki notaður nægilega og inndregnar hliðarnar og útstæð hjólin skapa óþarfa loftmótstöðu. 

Á sýningarbílnum í Frankfurt sést, að við þessu er reynt að bregðast á lagi bílsins, sem er mun straumlínulagaðra en á Twizy, einkum afturhlutinn, rýmið er meira og bíllinn er 2,50 m, en Twizy er 2,32.  

En merkilegast við þennan bíl er hins vegar það, að hann er með útskiptanlegum rafhlöðum, eins og nú er á fjölmörgum nýjustu rafbifhjólunum. 

Þetta er bylting á rafbíl, því að það er erfitt á venjulegum rafbíl að hugsa sér lausn á því vandamáli að skipta út 500-700 kílóum af rafhlöðum. 

En nýi örbíllinn er aðeins rúmlega hálft tonn, og með betri rafhlöðum, sem von er á,  ætti að vera hægt að ná fram meira en 100 kílómetra drægni á ca 120 kílóa rafhlöðum. 

Það þarf ekki að vera óyfirstíganlegt að bera jafngildi sex bensínbrúsa nokkur fet á milli skiptistöðvar og bíls, og ef sett yrði upp skiptistöðvakerfi líkt því sem Gogoro hefur gert á Tævan, yrði slíkt frábær lausn. 

Þess utan væri hægt að hlaða bílinn á hefðbundinn hátt eða hraða rafhlöðurnar innadyra. Rafbíll Frankfurt

Dyrabúnaður er betri en á Twizy, og seins og sést opnast dyrnar beint upp, svo að þær taka ekkert pláss.  


mbl.is Segway spanar inn á nýtt svið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

https://www.youtube.com/watch?v=xPzXzKpv1xY

Nissan og Renault hafa þróað þetta gegnum árin, og bifreiðar í umráði borgarstarfsmanna í parís voru með svona búnaði 2007-2011

Saevar Orn Eiriksson (IP-tala skráð) 1.12.2019 kl. 12:32

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Það er vit í þessu. Í stað borgarlínu mætti vera akbraut sem leyfir þetta (tvöfalt) og ýmsa rafbíla. Leyfa þetta jafnvel á hjólastígunum vannýttu.

Ívar Pálsson, 1.12.2019 kl. 13:21

3 identicon

Ég vann á rafmagnslyftara árum saman hjá ríkiskip ,, svona dæmigerður unglingur þá var óþolandi að komast ekki í kaffi og sígo vegna rafgeymarnir dugðu svo rosalega lengi en sérstaklega fannst mér óþolandi það þegar loks kom að því að rafgeymirinn fór að slappast og ég sá góða pásu framundan :)  ... neinei þá var bara annar í hleðslu og hífður með öðrum lyftara og settur í samband .
Náði ekki að klára kaffibollann einu sinni :) - nema hvað að ég fór síðan að læra og hafði mikinn áhuga á innlendum orkugjöfum sendi Ingibjörgu sólrúnu bréf með hugmynd um einhverskonar rafbílaleigu eða fyrir starfsmenn borgarinnar td póstinn osfr bara til tilraunar og í matarhlé væri hægt að skipta út rafgeymumnum

neinei ... hún sagði það væri þá verið að fara í samkeppni við bílaleigur. þetta var felld í borgarstjórn ( ég meira segja hafði sambönd frá fyrirtæki í finnlandi zevco sem var með svona subaru sendibíla skutlur sem tók tíu mín að skipta um rafgeymana )
fimm nýja svoleiðis bíla var hægt að fá fyrir ca 5 milljónir þá með rafgeymum. Já .... þeir keyptu bílana frá framleiðanda án sprengimótorana   
Þetta er mjög sniðugt hjá þeim í finnlandi en hér bara skotið niður.nema guðlaugur þór af ölllum tók upp hanskann fyrir mig ( var í borgini þá )  

Jóhann kr Grétarsson (IP-tala skráð) 1.12.2019 kl. 15:06

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að í Svíþjóð er verið að hanna rafbíl af svipaðri stærð sem ber nafnið Unity. 

Hann á að vera mun hraðskreiðari og kraftmeiri, en fyrir bragðið verða ekki útskiptanlegir geymar á honum. 

Ómar Ragnarsson, 1.12.2019 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband