Tímanna tákn: Nýnasistar.

Það eru ekki mörg ár síðan að ekki þurfti að hafa áhyggjur af endurreisn nasista- og fasistaflokka. 

Ástæðan var einföld: Meirihluti fólks var enn í minni hvers kyns þessir flokkar höfðu verið á árunum 1922 til 1945, þegar þeir komust til valda á ítalíu og í Þýskalandi, auk þess sem fasísk viðhorf voru sterk í fleiri löndum Evrópu, svo sem á Spáni og í Portúgal og nokkrum Austur-Evrópu ríkjum. 

Afleiðingin varð tæknivæddasta þjóðarmorð allra tíma og Heimsstyrjöld, sem kostaði 55 milljónir manna lífið. 

Fyrstu 15 árin eftir Helförina og stríðið mikla var mikið gert til að taka þessi ósköp til umfjöllunar og gefa þjóðunum, sem höfðu fóstrað ófreskjurnar, færi á iðrun og yfirbót. 

Þegar þeim fór að fækka, sem lifðu á stríðstímunum, og ýmis vandamál í stjórnmálum heimsins að skapa grunn fyrir vaxandi óánægju og óróa, fór harðlínu þjóðernissinnar og nýnastar að vaxa fiskur um hrygg. 

Allra síðustu árin er síðan þeim farið að fækka, sem mundu fyrstu árin eftir stríðið, þegar fram fór uppgjör við nasismann og fasismann. 

Spánn og Portúgal héldu að vísu sínum þjóðernissinnuðu einvöldum, Franco og Salazar sem launum fyrir að hafa haldið þjóðum sínum hlutlausum og varast að festa sig um of við Hitler á stríðstímanum.  

Þótt fyrir liggi enn sama þekking á voðaverkum nasista og fasista á valdatímum þeirra í Evrópu, munar um það að kynslóðirnar, sem þekktu stríðið og afleiðingar þess, eru að hverfa og aðrar að taka yfir, sem eiga auðveldara með að gleypa kenningar Hitlers og Mussolini hráar. 


mbl.is Hugðust stofna nýjan nasistaflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Almennt veit fólk ekkert hvað Nazismi er.  Eða fasismi.

Og fólk nennir ekki einu sinni að fletta því upp.  Hérna er fasita manifestóið: https://en.wikipedia.org/wiki/Fascist_Manifesto, eða Gutenberg ef þú treystir því frekar: http://self.gutenberg.org/articles/Fascist_manifesto

Skoðum það aðeins (nokkur valin atriði):

1: almennur kosningarréttur skal vera 18 ára.

2: Landshlutar skulu hafa hlutfallslega sömu völd.

3: lágmarkslaun og 8 stunda vinnudagur.

Það fyrsta sem Nazistar gerðu þegar þeir komust til valda var að breyta stjórnarskránni, til þess að leggja af eignarréttarákvæðið sem þar var, svo eitthvað sé nefnt.

Svo voru öll fyrirtæki þjóðnýtt, með góðu eða illu.  Verkalýðsfélögin tóku við stjórninni - öllum fyrirtækjum var að nafninu til stjórnað af verkafólkinu.

Það var hátekjuskattur - 50%, man ég.  Stutt síðan ég stúderaði það.  Ítölsku fasistarnir notuðu skattkerfið til að jafna öll laun.  Smá öðruvísi system hjá þeim.

Hljómar það ekki kunnuglega?

Fasisminn er ekkert að rísa.  Ekki hér á landi.  Hann fór aldrei neitt.  Hét bara aldrei fasismi.  Hér hefur fasismi aldrei heitið fasismi.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.12.2019 kl. 17:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég lagði það á mig þegar ég var ungur í lagadeild H.Í. að lesa stjórnarskrá Sovétríkjanna og slatta í fræðum Marx og Lenins. 

Þetta hljómaði allt afar vel, en veruleikinn varð heldur betur annar. 

Ómar Ragnarsson, 1.12.2019 kl. 18:23

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þegar þessum hugmyndum er hrint í framkvæmd í raun þá koma þær öðruvísi út en í hausnum á þeim sem eru að koma þeim í framkvæmd.

Veruleikinn og fantasíuheimurinn eru ekkert eins, lúta ekkert sömu lögmálum.

Og það þýðir heldur ekkert að fara í fýlu þegar það er bent á þetta: ekkert form sósialisma hefur nokkurntíma virkað.

Og þegar ég segi það og skrifa, og þá kemur alltaf sami söngurinn: "en það var ekki alvöru sósíalismi/nazismi er ekki sósíalismi" eða eitthvað í þeim dúr.  Frá fólki sem er ekki með hausinn festan á rétt, held ég.

Það er verið að reyna að lauma fasisma yfir okkur alltaf.  Einn hópur amast við réttarríkinu.  Annar við eignarréttinum.  Enn einn vill nota skattkerfið til að auka jöfnuð.  Sá fjórði vill ekki málfrelsi.  Allt fasistar.  Allt skaðlegt fólk.  En eru ekki litnir hornauga af MBL... skrítið, finnst þér ekki?

Ásgrímur Hartmannsson, 1.12.2019 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband