Af svipuðum toga og hjá Tesla og komandi Volkswagen rafbílum.

Þegar bílar eru skoðaðir frá fyrri tímum, er athyglisvert að sjá, hvernig það liðu fjórir áratugir frá fyrstu bílunum sem þeir voru lítt breyttir í hönnun og útliti frá hestvögnunum, sem þeir leystu af hólmi.  

Í meginatriðum hafði vélin verið sett á þann stað fyrir framan farþegahúsið, þar sem hesturinn var áður.  

Þegar Tesla S kom fram og framendinn og afturendinn voru opnaðir, var vélbúnaðinn og orkugjafann hvergi að sjá, heldur var farangursgeymsla í báðum endum, líkt og var í Volkswagen 1500 þegar hann kom fram um 1960. Volkswagen_ID3-01-thumb@2x

Rafhlöðunum var hugvitssamega dreift um burðarvirki bílsins og þær hafðar sem neðst til þess að bæta þyngdardreifinguna og búa til heillegt burðarvirki sem miðaðist fyrst og fremst við staðsetningu og dreifingu rafhlaðnanna. 

Nú styttist í það að Volkswagen verksmiðjurnar komi með i3 bíl sinn á markaðinn með undirvagn og yfirbyggingu hannaða með það í huga að rafhlöðurnar falli inn í undirvagn og burðarvirki bílanna. 

Í viðbót við þetta styttist nú í betri rafhlöður með 20 prósent betri geymd og drægni og möguleika til margfaldrar styttingar hleðslutímans.  


mbl.is Rafhleðslan er hluti af bátsskrokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband