Ódýrasti, hagkvæmasti og einfaldasti kosturinn: Bættur Reykjavíkurflugvöllur.

Þrjú meginatriði hafa orðið til þess að Reykjavík er höfuðborgArsvæði Íslands, og öll snerta samgöngur, sem eru samtengdar, svo að ekkert eitt má vanta: Samgöngur á sjó, samgöngur á landi og samgöngur í lofti. 

Allar þessar samgöngur þurfa samgöngumannvirki og rými fyrir þau.

Reykjavíkurhöfn og starfsemin við hana tekur meira rými en flugvöllurinn, eða um 17 prósent og engum hefur hugkvæmst að flytja hana til Njarðvíkur, þótt það stytti siglingaleiðina til útlanda og að hafnarsvæðið gæti nýst fyrir íbúðabyggð. 

Hinar þrjár tegundir samgöngumannvirkja eru ástæða og forsenda fyrir íbúðabyggðinni; ekki öfugt. 

Landsamgöngumannvirki þekja mun stærra svæði í borginni en mannvirki fyrir flug og siglingar samanlagt. 

Í umræðunni um Reykjavíkurflugvðll er aldrei minnst á þá niðurstöðu síðustu athugunar í flugvallarmálum, að langeinfaldasta og hagkvæmasta lausnin felst í því að lengja austur-vestur braut vallarins svo að hann þjóni hlutverki sínu sem best sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug og hugsanlega takmarkað millilandaflug þess utan, eftir atvikum og nauðsynlegum reglum.

Aðflug og fráflug á lengda austur-vesturbraut eru annars vegar yfir sjó og hins vegar yfir autt svæði í Fossvogsdal. 

Ef austur-vestur brautin verður aðalflugbraut vallarins leggst mestallt flug niður á norður-suður brautina, nema þegar hvasst er og vindurinn er nálægt þeirri brautarstefnu. 

Fráleitt er að hunsa reglur Alþjóða flugmálastofnunarinnar og láta aðeins tveggja ára veðurathuganir nægja í stað fimm ára, eins og stofnunin telur lágmark. 


mbl.is Hvassahraun ekki arðbært
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Hérrétt, Ómar. Einbeitum okkur öll að því að framlenging austur- vestur brautarinnar fari á framkvæmdaáætlun og að Aðalskipulaginu verði breytt, en það byggir enn á því að Reykavíkurflugvöllur hverfi á braut.

Ívar Pálsson, 2.12.2019 kl. 10:36

2 identicon

Og svo nefna of fáir Kaldaðanes.....

Jon Logi (IP-tala skráð) 2.12.2019 kl. 11:13

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er Ölfusá ser hættaní Kaldaðanesi. Kannsi er hægt að gera flóðgarða?

En tillaga Ómars um Austur Veaturbrautina er sú sjálfsagða fyrir alla nema Dag Bé sem vill bara eyðileggja flugvöllinn í sérvizku sinni.

Halldór Jónsson, 2.12.2019 kl. 16:43

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Smáundirgöng undir Suðurgötuna sáraeinföld og málið er leyst

Halldór Jónsson, 2.12.2019 kl. 16:45

5 identicon

Vel mælt Ómar.  Tek heils hugar undir orð þín.

En varðandi varaflugvöll fyrir utanlandsflug undrar mig að Sauðárkróks flugvöllur (Alexander flugvöllur) skuli ekki hafa verið nefndur upp á síðkastið.  Þar eru flugskilyrði nær alltaf mun betri en á Egilsstöðum og Akureyri.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.12.2019 kl. 18:14

6 identicon

Og svo náttúrulega Gunnarsholt...

Það er flóðahætta hér, skjálftahætta þar,goshætta hér og þar, en svo er það alltaf spurningin með blessuð veðursvæðin.

En....auðvitað verður Reykjavæikurflugvöllur að halda sér, og helst meira en það!

Svo er varaflugvöllur á öðru veðursvæði alveg bara akút, og fleiri en einn.!!!

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.12.2019 kl. 18:26

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því miður nýtur Suðurlandsundirlendið ekki sama skjóls og uppþurrkunar rakans úr algengustu hvassviðra vindáttinni og Reykjavík. 

Ómar Ragnarsson, 2.12.2019 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband