Öllu snúið á haus.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, fetur dyggilega í fótspor fyrirmyndar sinnar í Bandaríkjunum í mörgu, ekki síst í umhverfismálum, þar sem báðir afneita harðlega öllum afleiðingum rányrkju og skeytingarleysis gagnvart meðferðinni á auðlindum jarðar og landi, og vilja ekki sjá að hernaðinum gegn landi, sjó og lofti linni, svo að notað sé svipað orðalag og íslenska Nóbelskáldið notaði um umhverfis- og náttúruverndarmál á Íslandi. 

Þegar fellibylur olli gríðarlegu tjóni undan austurströnd Bandaríkjanna sagði Trump að aumingjadómi íbúanna væri um að kenna, og hann sakaði slökkviliðsmenn í Kaliforníu og yfirmenn brunavarna að vera valdir að fordæmalausum skógareldum þar. 

Bolsonari virðist vera námfús, því að nú sakar hann slökkviliðsmenn og leikarann Leonardo DiCaprio um að hafa staðið að því að kveikja eldana, sem hafa geysað í Amazonskóginum.

Er það heldur betur hraustlega að verki verið hjá manni, sem sjálfur hefur hafið mestu herför í manna minnum gegn regsskóginum og íbúum hans.  


mbl.is DiCaprio svarar forseta Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ja, hafa ber í huga að Bolsanaro býr í Brasilíu, en þú ekki.

Svo maður nefni augljósasta atriðið.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.12.2019 kl. 20:08

2 identicon

Þessi spjátrungur DiCaprio er náttúrulega rétti maðurinn til að dæma í eigin sök!

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 2.12.2019 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband