Eyjabakkamælirinn rauk upp um sex stig á hálftíma fyrir nokkrum árum.

Ef ótrúlegt hitamet á Kvískerjum, 19,7 stig, í gær, reynist vera staðreynd, má geta þess að í miklum sunnanþey, sem steyptist að vetrarlagi fyrir nokkrum árum ofan af Vatnajökli, rauk hitinn á Eyjabökkum upp um ein sex stig á minna en hálftíma, en stóð örstutt við. 

Svona sveiflur geta orðið magnaðar á öræfaslóðum við norðaustanverðan Vatnajökul, og sumar sveiflurnar aldeilis lygilegar. 

Aðeins þrjá kílómetra frá Sauðárflugvelli á Brúaröræfum er hitamæli Veðurstofunnar, sem hefur einstaka sinnum sýnt mikil tilþrif, og sama hefur gerst á vellinum sjálfum í viðveru þar. 


mbl.is Hitamet í desember eða bilaður mælir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Svona er Ísland og veðurfars öfgar verða líka á hinn veginn en eru mun hætulegri.


Hrólfur Þ Hraundal, 3.12.2019 kl. 05:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband