5.12.2019 | 00:46
Ný tækni getur skapað nýjar ógnir.
Á myndbandi einu á Youtube fer bílaskoðari einn í vikulanga tilraun með að nota Tesla 3.
Í lokin talar hann fjálgur um tíu einstæðar tækninýjungar í þessum eina bíl, sem hugsanlega verði innan tíðar hægt að stjórna mannlausum úr fjarlægu landi.
Engir speglar eru á bílnum, heldur sýna myndavélar það, sem helst þarf að sjá, en undratækið er þó skjárinn í miðju bílsins, þar sem bílstjórinn getur séð stöðu hans jafnóðum í flókinni og þéttri umferð á fjölförnum gatnamótum og brugðist við því, eða jafnvel látið bílinn sjálfan leysa dæmið.
Einn af dýrustu BMW bílunum býður upp á lygilega þjónustu, svo sem að eigandinn komi þreyttur heim eftir vinnu, staulist út úr bílnum til að komast beint inn í hús sitt, en noti um leið app á símanum til þess að bíllinn sjái sjálfur um afganginn, fari í gang, opin bílskúrsdyrnar, aki inn og stansi þar, loki dyrunum á eftir sér og drepi sjálfur á sér og læsi sér og dyrunum um leið og ljósið er slökkt.
Öll þessi rosalega tölvutækni nútímans býr því miður ekki yfir góðum eiginleikum, heldur óttast jafnvel þjóðaröryggisnefndir á borð við þá norsku það, að óprúttnir aðilar geti hvorki meira né minna ógnað þjóðaröryggi með því að smokra sér inn í þennan villta heim tölvuforrita og sjálvirkni.
Þar með þurfi að banna umferð Tesla bíla og kannski líka sumar dýrustu gerðir annarra bíla nálægt hernaðarlega mikilvægum stöðum og herbúnaði.
![]() |
Segja Tesla ógn við þjóðaröryggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.