"Í lagi - ekki í lagi..."

Tölur um tæki og fólk byggjast yfirleitt á því að telja fjölda viðkomandi fyrirbrigða og nota þær. 

En í raun fer því fjarri að þessar tölur séu endanlegar, því að oftast er stór hluti þeirra annað hvort ónothæfur eða ekki í óaðfinnanlegu ástandi.  

Þannig verður eigandi þyrlna að gera ráð fyrir því að enda þótt hann eigi fjórar þyrlur, geti það komið fyrir í rekstrinum að aðeins ein þeirra sér nothæf og tiltæk. 

Það, að einhver kvilli hrjái, tímabundið eða alltaf, þarf þó ekki að þýða það að viðkomandi sé óvinnufær; það fer eftir atvikum og eðli máls. 

Fyrir nokkrum árum vakti athygli sú frétt um herstyrk Þjóðverja, að minnilhuti herflugvéla þeirra væri í nothæfu ástandi, og svipað á við um flest svið athafna manna, líka færni þeirra sjálfra. 

Um það getur gilt svipað og var í gamla Hafnarfjarðarbrandaranum um bifreiðaskoðun þar í bæ, þar sem stöðvaður var bíll til þess að gera skyndikönnun á ástandi ljósabúnaðar. 

Annar lögreglumaðurinn stóð fyrir framan bílinn, lét hinn standa fyrir aftan bílinn til að tékka á stefnuljósunum um leið og bílstjórinn var látinn gefa stefnuljós. 

Lögreglumaðurinn, sem stóð fyrir aftan bílinn gaf greið og nákvæm svör um ástand stefnuljósanna: 

"Í lagi - ekki í lagi - í lagi - ekki í lagi..." 


mbl.is Heilsubrestur hrjáir fjórðung þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband