Frétt að það skuli ekki vera frétt.

Áratugum saman hefur það talist til frétta, misstórra þó, að leitað hafi verið að rjúpnaskyttum á veiðitímabilinu. 

Þangað til nú. 

Nú er það frétt, að engin frétt af þessum gamla sígilda toga skyldi vera á sveimi þetta árið. 

Og er það kannski svo mikil frétt eftir allt?  Eftir að eigendur snjallsímanna með gps kortunum geta leitað að sjálfum sér?


mbl.is Engin leit að rjúpnaskyttu í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rjúpnaveiðimannaleitartímabilið er ekki svipur hjá sjón eftir tæknibyltingu oná styttingu.

Vagn (IP-tala skráð) 7.12.2019 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband