Styttist í drauminn um heilsársveg milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar?

Sjá má í blaði frá 1953 frétt um það að ekið hafi verið í fyrsta sinn á bíl milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Var það Bjarni héraðslæknir, sem það gerði á Willys station jeppa sínum.

Eftir sem áður var engin ökuleið til Ísafjarðar, heldur varð að fara með bíla á báti frá Bíldudal til Hrafnseyrar. 

Með vegi um Dynjandisheiði opnaðist leiðin milli Íssafjarðar og Patreksfjarðar loks á sjöunda áratugnu, en eftir sem áður hefur alla tíð verið ófært þá leið meira en þriðjung ársins. 

Með Dýrafjarðargöngum hillir undir að meira en halfrar aldar draumur um heilsársveg milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar rætist, en samt verður Dynjandisheiði áfram farartálmi í þeim efnum vegna eindæma seinagangs við að lagfæra þá leið og gera hana að heilsársvegi. 

Auðvitað hefði nýr vegur þá leið átt að standa tilbúinn þegar Dýrafjarðargöng verða opnuð. 


mbl.is Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar lokaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er það alveg rétt með farið, því í Júlí mánuði 1945 fara tveir ungir Reykvíkingar á herjeppa frá Reykjavik til Patreksfjarðar, ferðin tók fjóra sólarhringa. Árið 1952 fer Dala Brandur, svo þessa sömu leið við fimmta mann á 14 manna Dodge Vípon, D 17.

jakob jónsson (IP-tala skráð) 8.12.2019 kl. 16:51

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þá hefur fréttin 1953 verið röng, enda sagði konan mín strax, þegar ég sagði henni frá henni, að þegar hún var á tíunda árinu hefði verið farið á Dodge Veapon þessa leið. En Willys station bíllinn 1953 var kannski fyrsti "borgaralegi fólksbíllinn" sem fór leiðina. 

Ómar Ragnarsson, 9.12.2019 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband