"Þingmenn inni una sér..." Er Klausturbarinn líka opinn?

Það var skondið, svo ekki sé meira sagt, ástandið á Alþingi nú rétt áðan um fjögurleytið.

Búið að loka búðum í kringum þinghúsið, loka þjóðveginum um Kjalarnes og setja þar upp fjöldahjálparstöð. 

Einnig verið að skella í lás á leiðunum austur fyrir Fjall. 

Þar með var í raun verið í óða önn að tryggja Alþingishúsviðveru þingmanna, sem eiga heima utan Reykjavíkur.  

Á Kjalarnesi sló vindmælirinn í 40 m/sek í hviðum, sem er langt yfir fárviðrismörkum á sama tíma og umræðan um Þjóðkirkjuna var í fullum gangi og stefnt að því að taka fyrir næsta mál á dagskrá. 

Þetta var yndislega absúrt.  

Kom þá Halldóra Mogensen í ræðustól og greindi frá ástandinu utan þinghússins með þeirri ósk, að forseti byrjaði að kynna sér aðstæður.   

Hún sagði meðal annars frá lokun fyrirtækja og verslana í grenndi við þinghúsið, og fannst þeim, sem horfði á beina útsendingu í sjónvarpi frá þessum ósköpum að það vantaði bara að upplýsa, hvort Klausturbarinn gæti kannski verið opinn sem fjöldahjálparstöð fyrir Alþingismenn. 

 

Þingmenn inni una sér

og ekki fær þeim haggað hér

hve illa veðrið lætur..

Sama´er hvað að höndum ber

ef Klausturbarinn opinn er 

alla daga og nætur.


mbl.is „Veðurhlé!“ — Margar verslanir skella í lás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir geta sjálfum sér um kennt eða hafa ekki margar viðvarnir verið sendar út

annars væsir nú ekki um þá í Alþingishúsinu þar hafa þeir allt til als

Grímur (IP-tala skráð) 10.12.2019 kl. 18:19

2 identicon

Stuðlasetningin???

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 10.12.2019 kl. 21:50

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er ákveðið afbrigði af sexskeytlu.  StuðlasetninginHúer hefðbundin í fyrstu tveimuir línunum og í síðustu tveimur línunum, en sér í línum nr. 3 og 4. 

Ómar Ragnarsson, 11.12.2019 kl. 09:34

4 identicon

Þú upplýsir þá kannski hvernig hún er í línu 3?

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 11.12.2019 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband