11.12.2019 | 09:47
Stefnir í annað 787 fyrirbæri?
Boeing byrjaði 21. öldina ekkert sérlega vel. Kynnt var til sögunnar ný glæsilþota, Boeng 787 Dreamliner, sem mörg flugfélög, þeirra á meðal Icelandair, voru spennt fyrir.
En þegar afhenda skyldi vélina fór að koma babb í bátinn; frestun, sem síðar varð að fleiri frestunum, og stóð slíkt ástand í alls tæplega þrjú ár.
Icelandair var meðal þeirra flugfélaga sem hættu fljótlega við.
Nýjar og nýjar frestanir á Boeing 737 Max núna, vekja eðlilega ugg og kalla á fyrirbyggjandi aðgerðir af hálfu Icelandair, því miður.
Í fróðlegum fréttaskýringaþætti Al Jazzeera var upplýst, að illu heilli hefði yfirstjórn Boeing gefið á það grænt ljós í stefnumörkun 1998, að til greina kæmi í bráðnauðsynlegum tilvikum að víkja í undartekningartilfellum frá því ófrávíkjanlega skilyrði í rekstri verksmiðjanna að öryggi væri allra efst í stefnu félagsins, sem bráðnauðsynlegt sýndist að setja markaðsaðstæður tímabundið ofar.
Max-málið og Dreamliner-málið á sínum tíma lykta þvi miður af þessu. Þess vegna eru hugsanlegar ráðstafanir Icelandair skynssamlegar og skiljanlegar í máli, sem getur orðið hið stærsta sinnar tegundar í flugsögunni, því að um er að ræða lang stærsta markaðsmál flugsögunnar; fimm þúsund pantaðar vélar, sem er algert met.
Icelandair býr sig undir lengri kyrrsetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.