Byrjun á nýjum "ílagi - ekki í lagi - í lagi - ekki í lagi" brandara?

Það er verið að ýja að því að hests-málið í Hafnarfirðí gæti orðið efni í nýjan Hafnarfjarðarbrandara.  

Það er ekki annað að sjá, að það sé óþarfi að leita að nýjum brandara, heldur frekar að endurnýjan gamlan brandara, sem minnst var á hér á síðunni og yfirfæra hann af bíl yfir á hest; 

sem sé gamla Hafnarfjarðarbrandarann um það þegar lögreglan stöðvaði hrörlegan bíl, og skoðaði hann á staðnum. Annar lögreglumaðurinn stóð fyrir framan bílinn en hinn fór aftur fyrir, og sá, sem stóð fyrir framan bílinn bað bílstjórann um að gefa stefnuljós. 

Hann gerði það og þá kallaði löggan, sem stóð fyrir aftan bílinn: "Í lagi - ekki í lagi - í lagi - ekki í lagi..." 

Hestmálið hefur nú þegar fengið þá byrjun, að athæfið hafi verið i lagi, síðan ekki í lagi, en núna í lagi. 


mbl.is Hestvagninn frjáls ferða sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband