Fyrr má nú vera.

Í kristinni trú og gyðingatrú er einn heilagur hvíldardagur í viku mikilvægt atriði.

Fyrr á öldum, þegar fólk þurfti helst að vinna myrkranna á milli alla daga vikunnar til þess hafa í sig og á, til dæmis á dögum Krists eins og kemur fram í Nýja testamentinu, þótti mörgum þetta hart við að búa, þegar við blasti að með því að hvílast heilan dag væri fórnað dýrmætum tíma til þess að vinna fyrir lífsbjörginni. 

En nýjustu sálfræðilegar og líkamlegar rannsóknir sýna þörf fólks fyrir lágmarks slökun sem getur verið fólgin í að gera sér dagamun. 

Sá dagamunur getur verið fólginn í því að bregða út af vana eða banni eftir atvikum þegar svo ber undir. 

Kannski má líta á deiluna um hesvagnsaksturinn í Hafnarfirði í því ljósi, að stundum megi gera sér dagamun í einstökum atriðum, ekki síst þann eina tíma ársins sem er með mesta myrkrið og kuldann.   

 


mbl.is Bannað að keyra hestvagn vegna grænkera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Tæki nú einhver verslunareigandi upp á því að krefjast þess að bæjaryfirvöld bönnuðu vegan fólki að ganga hjá verslun sinni, vegna þess að honum væri í nöp við það fólk, ja þá hlytu þessi merku bæjaryfirvöld vitanlega að banna þessu fólki það. Það væri eftir öðru. Kjánaskapurinn ríður stundum ekki við einteyming.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.12.2019 kl. 17:43

2 identicon

Tæki nú einhver verslunareigandi upp á því að benda bæjaryfirvöldum á að ekki sé gott fyrir hesta að ganga hring eftir hring á hörðu malbiki, ja þá hlytu þessi merku bæjaryfirvöld vitanlega að skoða hvað verið væri að leggja á dýrin og breyta ef þurfa þætti.

En bloggheimar og facebook færu náttúrulega á flug í hneykslan og fordæmingu illmenanna sem kvarta yfir hestum. Sumir vildu jafnvel að slæm meðferð dýra væri leifð við hátíðleg tækifæri, þá mætti með bros á vör bregða út af vana eða banni. Það væri eftir öðru. Kjánaskapurinn ríður stundum ekki við einteyming.

Vagn (IP-tala skráð) 14.12.2019 kl. 19:31

3 Smámynd: Snorri Hansson

Hesturinn er hinn fullkomni grænkeri.

Snorri Hansson, 14.12.2019 kl. 21:33

4 identicon

„Tæki nú einhver verslunareigandi upp á því að benda bæjaryfirvöldum á að ekki sé gott fyrir hesta að ganga hring eftir hring á hörðu malbiki, ja þá hlytu þessi merku bæjaryfirvöld vitanlega að skoða hvað verið væri að leggja á dýrin og breyta ef þurfa þætti.“...væri sá hinn sami verslunareigandi hálfviti sem ekki hefði hundsvit á hrossum. Tækju bæjaryfirvöld undir slíkan fábjánagang mætti setja stórt spurningarmerki við greindarvísitölu þeirra. 

Og síðan má spyrja: Hvernig á að rækta grænmetið ofan í grænkerana? Á að vinna það allt með handafli eða á að eyða dýrmætu jarðefnaeldsneyti til þess?

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 14.12.2019 kl. 23:56

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Til eru undratæki, sem nefnast skeifur og hafa verið settar undir hross lengur en elstu menn muna. 

Áður en bílar komu til sögunnar ríkti hestvagnaöld á steinlögðum götum  borga heims, án þess að nokkrum dytti í hug að það væri ill meðferð á dýrum að nota hesta við flutninga um þær. 

Ómar Ragnarsson, 15.12.2019 kl. 00:09

6 identicon

Skeifur hafa verið settar undir hross lengur en elstu menn muna, en þær gera ekkert til að minnka höggið á liðamót þegar gengið er á hörðu. Samt verndum við okkar liði með mjúkum innleggjum og hátækni höggdeyfandi sólum. Enda þykir okkur vont að vera hölt en hestinn má alltaf aflífa geti hann illa gengið.

Og áður en bílar komu til sögunnar voru hestar einnig notaðir í námum án þess að nokkrum dytti í hug að það væri ill meðferð á dýrum. Íslendingar montuðu sig af því að Íslenski hesturinn hentaði einstaklega vel í þannig vinnu. Setti einhver Íslenskan hest í þær aðstæður í dag mætti sá hinn sami passa sig á því að enda ekki tjargaður og fiðraður.

Tímarnir breytast og viðhorf flestra til meðferðar á dýrum er ekki það sama og í gamla daga. Hvers vegna það kemur fólki svona á óvart og hvers vegna það vill halda í gamla ósiði er frekar furðulegt.

Vagn (IP-tala skráð) 15.12.2019 kl. 03:42

7 identicon

Þegar ég var að hlaupa með Frískum flóamönnum hlupum við oft á malbikinu á selfossi. Aldrei varð ég haltur . Reikna með að það sama gildi um hesta. En kannski ætti að banna börnum að ganga í skólann? Ekki viljum við níðast á börnunum þó að það hafi gengið í gamla daga. Nú eru breyttir tímar.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 15.12.2019 kl. 08:25

8 identicon

Já það var allt annað í gamla daga. Þá mátti reykja með börnin laus um allan bíl og Frískir Flóamenn hlupu skólausir um götur Selfoss. Stangamél með tunguboga þóttu góð og enginn að nöldra yfir munnáverkum hjá hrossum. Flengja mátti ofvirka krakka og setja lesblinda í tossabekk. Nú eru breyttir tímar og ekkert má þegar börn og dýr eru annars vegar. Og fortíðarþrá Jósefs er mikil.

Vagn (IP-tala skráð) 15.12.2019 kl. 15:03

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þeir eru líklega bara smeykir um að hestarnir éti frá þeim töðuna þarna í Veganbúðinni.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.12.2019 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband