15.12.2019 | 14:53
Dapurlegt að kenna umhverfisverndarfólki um manntjón.
Dapurlegt er sjá umhverfisverndarfólki kennt um manntjón, sem varð í Sölvadal. Þetta hefur verið gert á að minnsta kosti einni bloggsíðu, og ítrekaðar beiðnir til bloggara um að sleppa svona ásökununum, sem eiga sér enga stoð, hafa hingað til verið hunsaðar.
Í Sölvadal, þar sem slýsið varð, hefur aldrei verið lagst gegn línulögn eða endurnýjun á línulögn.
Svipað er að segja um þau mannvirki, sem bilað hafa annars staðar.
Í dag, fimm sólarhringum eftir að óveðrið skall á, er enn verið að koma rafmagni á í Svarfaðardal þar sem umhverfisverndarfólk hefur aldrei, svo vitað sé, haft nein afskipti af raflínulögnum, og ekkert af þeim víðtæku bilunum, sem glímt hefur verið við, hefur verið varðandi Byggðalínuna, sem er stóriðjulína, sem umhverfisverndarfólk hefur reynt að fá setta að einhverju leyti í jörð, meðal annars til þess að auka öryggi, en Landsnet hefur allan tímann þvertekið fyrir að leggja línuna að neinu leyti í jörð.
Meira að segja stóð Landsnet lengi fast á því að fara með línuna yfir Kjarnaskógarsvæðið á Akureyri og þvert fyrir brautarenda Akureyrarflugvallar með tilheyrandi skerðingu á öryggi í aðflugi á vellinum.
Um 200 heimili enn án rafmagns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
verður rafmagnið ekki að komast á svæðið fyrst áður enfarið er með það út eyjafjörð
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.12.2019 kl. 15:57
Rafmagnið hefur allan tímann verið á svæðinu í gegnum svonefnda Byggðalínu, en Landsnet hefur sótt fast að gera nýja línu þarna í gegn, miklu stærri.
Bilanirnar í línum sem liggja frá þessari meginlínu rafmagnsflutninganna milli Blönduvirkjunar og Fljótsdals, hafa komi í veg fyrir að hægt sé að koma þessu rafmagni til neytenda á svæðum norðan Akureyrar.
Ómar Ragnarsson, 15.12.2019 kl. 17:39
Já, ég verð að viðurkenna að ég var vonsvikinn að sjá Halldór Jónsson reyna að saka skagfirska bændur, sem vilja ekki háspennulínur í túnfótinn hjá sér, um þetta hræðilega slys í Eyjafirðinum.
Þorsteinn Siglaugsson, 15.12.2019 kl. 20:39
þetta eru ornar gamlar línur. nokkuð smáar fyrir kerfið ef á að koma því til hafnar í hornafyrði. ef það er rétt hjá hjá forstjóranum að jafnvel jarðstrengjum hafi verið hafnað á svæðinu hann nemdi sérstaklega einn stað þar sem menn höfnuðu jarðstreng. er það alvarlegt mál. hitt er annað þegar landeigendur vilja ekki setja línu. en eru með annað línustæði sem gagnast jafn vel t.d. vatnsleysa í vogum þar vilja menn taka .línu úr mögulegu byggíngarlandi en fer samt um land þeirra
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.12.2019 kl. 07:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.