Hvað segja gagnrýnendur Gylfa Þórs nú?

Mjög stutt er síðan nöldrarar á facebook úthúðuðu Gylfa Þór Sigurðssyni grimmilega og miskunnarlaust og kröfðust þess hástöfum að hann að hann fengi aldrei framar að leika með Everton. Var honum bókstaflega fundið allt til foráttu til að "rökstyðja" þetta tal; hann gerði bókstaflega ekki neitt af viti vikum og mánuðum saman.  

Því miður er slíkt tal dæmi um, hvernig svona skrif geta grasserað á samfélagsmiðlunum og skemmt fyrir þeim góðu notum, sem annars er að hafa af þeirri samsskiptabyltingu, sem samfélagsmiðlar eins og facebook hafa innleitt.

Sumir á miðlunum virðast nærast á þvi lon og don rakka fólk niður, en sem betur fer eru jákvæð og uppbyggjandi not miðlanna miklu algengari og nú getur Gylfi svarað fyrir sig án þess að fara niður á það plan, sem svona skrif eru á; einfaldlega með því að láta fætur, hendur og höfuð svara umtalinu orðalaust á knattspyrnuvellinum.  


mbl.is Gylfi maður leiksins í Íslendingaslag (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband