Mætti rannsaka ofan í kjölinn umhverfisáhrif jólatrjáa.

Jólatré eru hluti af þeirri nauðsyn fyrir andlega heilsu fólks að gera sér dagamun, en þó í hófi. 

Nú er vaxandi tilhneiging að skoða umhverfisáhrif hvers kyns varnings, og jólatré og jólaskraut hafa líklega áhrif, sem ágætt er að reyna að meta. 

Hver er endingartími jólatrés úr plasti?  Og hvernig kemur grenitréð út í útreikningi kolefnisspors? 

Stundum getur heiti viðarins vafist fyrir manni. 

Einu sinni fyrir löngu þurfti að endurnýja nokkur herðatré. Þegar sá, sem ætlaði að fara í verslun til að kaupa þau, var spurður hvar hann héldi að best væri að kaupa þau, svaraði hann: 

"Ég veit ekki vel, hvar bestu kaupin bjóðast, en það er sennilegt að ég kaupi járntré."

 


mbl.is Hálf þjóðin velur frekar gervitré en lifandi tré
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki eins sjaldgæft og halda mætti að orð eins og tré merki annað en efnið í hlutnum. Kúbein er beinlaust eins og vírherðatréð er trélaust. Eldavélar innihalda hvorki eld né vél og ekki fæ ég með nokkru móti sett stígvél í gang. Raf er steingerð trjákvoða og ættu því svokallaðir rafbílar frekar að kallast rafmagnsbílar, nema þeir sem eru úr steingerðri trjákvoðu. Adamsepli rata seint í salöt og ég vona að börn séu ekki notuð í barnaolíu eins og ólífur í ólífuolíu.

Vagn (IP-tala skráð) 27.12.2019 kl. 05:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband