Fjölgunin alltaf jafn óvænt og alltaf jafn stór frétt.

10. maí 1940 gerðist mesta frétt síðustu aldar, þegar hernám landsins innleiddi mesta efnahagsuppgang Íslandssögunnar. Eitt af einkennum hans var samsvarandi fæðingafjölgun. 

Í 80 ár hafa ráðamenn þjóðarinnar yfirleitt orðið steinhissa á afleiðingum þessa. 

Þeir voru alveg óviðbúnir skorti á leikskólum eftir stríðið og um og eftir 1950 voru engir meira hissa en þeir, þegar barnaskólakerfið nánast sprakk vegna fjölgunar nemenda. 

Sem dæmi má nefna að á tímabili voru 1250 nemendur í Laugarnesskóla, skólinn þrísetinn og kennt alveg fram á síðdegi. 

1960 var árgangur M.R. innan við 100 stúdenta, en voru orðnir tvöfalt fleiri aðeins tveimur árum seinna, nákvæmlega 20 árum eftir að þessar stóru kynslóðir fæddust, og alltaf urðu ráðamenn jafn hissa, þótt þetta hefði blasað við tuttugu árum fyrr. 

Síðan bættist við afleiðingar þessar fjölgunar, framþróun og breytingar í jafnréttismálum, menntun og heilbrigðis málum, sem ráðamenn hafa alltaf verið jafn hissa yfir, nú síðast þegar stefnir í það að á næstu áratugum muni þeim fjölga mikið á næstum sem verði um 100 ára gamlir. 

Er það virkilega?  Og það var samt ljóst fyrir réttum hundrað árum að fæðingum hafði stórfjölgað!   


mbl.is Öldungum mun fjölga á næstu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þú ert hissa, þetta varst þú fyrst að fatta núna og kom þér mikið á óvart.

Þó bent sé á eitthvað er ekki þar með sagt að það hafi komið einhverjum á óvart eða ekki verið vitað. Enda hafa um hver áramót frá upphafi söfnunar gagna og vinnslu komið svona fréttir þar sem rýnt er í fjölgun og aldurssamsetningu þjóðarinnar. Viðbrögðin eru síðan pólitísk ákvörðun sem stjórnast af mörgum þáttum.

Vagn (IP-tala skráð) 31.12.2019 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband