"Vararafstöðvar" fyrir heimili á boðstólum?

Á dögunum kom það í ljós í snöggu innliti hjá Yamaha umboðinu og Arctic trucks, sem eru með sameiginlega verslun uppi á Kletthálsi, að hægt er að kaupa litlar bensínknúnar rafstöðvar, með 50 cc vélum, sem gefa 220 volta straum og eru af þremur stærðum. 

Sú minnsta og nettasta er tíu kíló og afkastar einu kílóvatti, kostar um 200 þúsund krónur.  Bensíngeymir hennar rúma tvo lítra af bensíni. 

Sú í miðið er næstum tvfalt þyngri, afkastar um tveimur kílóvöttum og kostar um 300 þúsund.

Síðan er sú þriðja enn stærri og öflugri, en af því að þessi stutta skoðun á þessum möguleika miðaðist við það að geta haft meðferðis til öryggis nokkurs konar "extended range" möguleika til að hlaða minnsta rafbíl landsins, kom sú stærsta varla til greina fyrir svona lítinn bíl. 

En nú vaknar spurningin um möguleika fyrir einstök heimili eða fyrirtæki til þess að eiga svona vararafstöð og grípa til hennar þegar rafmagnslaust er. 


mbl.is Bæir rafmagnslausir frá klukkan 3 í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Keypti mína hjá Múrbúðinni en ef sú tegund  er geymd úti þá ryðgar bensíndúnkurinn með tilheyrandi vandræðum

Grímur (IP-tala skráð) 4.1.2020 kl. 17:47

2 identicon

Þá er bara að kaupa rafstöð, borga leyfi til tengingar og rafvirkja til að tengja. Muna svo að rafstöðin dugir ekki fyrir neinu nema ljósum og þá er maður klár eftir tíu ár þegar rafmagnið fer næst af... Eða, þurfi maður ekki að nota tækifærið til að hlaða minnsta rafbíl landsins, eiga vasaljós uppi í skáp.

P.s. Ef ég man rétt þá er "vélin" 15kw í litla bílnum. Með 300.000 króna rafstöðinni tæki því um 8 tíma á fullu álagi að hlaða fyrir klukkutíma akstur og rafstöðin færi með nokkuð marga lítra af bensíni við þá erfiðisvinnu.

Vagn (IP-tala skráð) 4.1.2020 kl. 18:22

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Uppgefnar tölur í handbók bílsins eru þessar, Vagn:  

Á lægsta straumi, djúphleðslu, er straumurinn fyrir bílinn úr innstungu í húsi eitt kílóvatt, og það tekur 14 klúkkustundir að hlaða 12,8 kílóvattstunda rafhlöður bílsins, og á þeirri hleðslu kemst bíllinn 100 kílómetra. 

Rafhleðsla nýtist betur fyrstu klukkutímana í hleðslunni, ef rafhlaðan er í lægstu stöðu, þannig að reikna má með að bíllinn komist um það bíl að minnsta kosti sjö kílómetra á einnar klukkustundar hleðslu, en kannski rúmlega 20 kílómetra á þriggja stunda hleðslu. 

Á næsta hraðastigi í hleðslu bílsins þarf níu stundir alls til fullrar hleðslu og straumurinn er 1,7 kílóvatt, álíka og á millistærð af "vararafstöð". 

Þá kæmist bíllinn líkast til vel á annan tug kílómetra á klukkustundar hleðslu og yfir 30 kílómetra á þriggja stunda hleðslu. 

Bensíneyðslan: 1 lítri á klukkustund á minnstu vararafstöðinni, en 2 lítrar á millistærðinni. 

Ómar Ragnarsson, 4.1.2020 kl. 19:11

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er eitthvað svo undarlegt, svo varla sé meira sagt, að sjá menn velta fyrir sér hversu stóra bensínrafstöð þeir þurfi í skottið á rafmagnsbíl sínum.

En hitt má svo sem skoða, jafnvel þó komið sé vel á 21. öldina, hvort rafstöðvar eigi heima á heimilum sem eru háðar rafmagni. Þar eru þó smærri rafstöðvar gangslitlar, sér í lagi ef horft er til sveitabæja. Að halda uppi kyndingu á einu heimili þarf að lágmarki 10Kw, nútíma fjós með tölvustýrðum mjaltaþjón þarf mun meira. Þá er gjafabúnaður fyrir búpening og loftræsting gripahúsa háð nokkuð miklu rafmagni.

Þannig að smárafstöðvar duga ekki til annars en að halda uppi lágmarks lýsingu á heimili og alls ekki til að lýsa upp gripahús. En ljósleysið háir þó hvorki rafmagnlausum rafbílbíl eða rafmagnslausum sveitabæ. Bíllin bíður bara í myrkrinu og á sveitabænum duga kerti til lýsingar. Vandinn þar er að halda hita á heimlinu og að búnaður til að sinna skepnum virki.

Á 21. öld ætti þó ekki að þurfa að vera að spá í þessa hluti. Tæknin er til staðar að halda uppi öruggri afhendingu raforku, þó auðvitað alltaf geti eitthvað brostið. Þannig frávik ættu þó aldrei að þurfa að standa lengur en örfáa klukkutíma, ekki marga sólahringa.

Gunnar Heiðarsson, 4.1.2020 kl. 20:15

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ojá Ómar! litlar rafmagnsstöðvar í mikilvægum hverfum og ofaná það, litlu garmarnir sem svo margir með hjólhýsi hafa sem vara ef allt annað bregst sem það alltaf gerir. 20.000,- er ekki mikið fyrir það mikla öryggi!! Annars hélt ég að bændur almennt væru með annaðhvort rafal ´tengdan við dráttarvél eða "ekta" diesel rafstöð sem gæti haldið mjaltavélum í gangi, ljósi á bænum og móttakara og sendir af einhverju tagi. Ég get útvegað rafmagnstaura sem halda fyrir öllum stormum og snjóum sama hvað og þar að auki halda í 50 ár garanterað! Svo er líka hægt að hafa bara kerti og vasaljós!!?? með litnum tilkostnaði er heimilið heitt og með ljós.

Eyjólfur Jónsson, 4.1.2020 kl. 23:52

6 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Og það á ekki að gera ráð fyrir rafmagnsbílum á Íslandi eins og reynslan sýnir, Díesel og ekkert annað!!!!!!!!

Eyjólfur Jónsson, 4.1.2020 kl. 23:57

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Eins og reynslan sýnir"? Af hverju ætti hún að vera öðruvísi en í öðrum löndum?

Ómar Ragnarsson, 5.1.2020 kl. 01:28

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það var nú fyrir tilviljun að ég sá þessa handhægu 10 kíóa bensínrafstöð í búðinni og var einmitt um það leyti að velta fyrir mér hugsanlegri leið, sem ég þyrfti ef til vill að fara inn á Brúaröræfi, þar sem svona stöð í skottinu ásamt einum eða tveimur bensínbrúsum gæti framlengt drægni bílsins. 

Öflugasta stöðin framleiðir kílóvött og dugar kannski fyrir meira en ljós. 

Ómar Ragnarsson, 5.1.2020 kl. 01:41

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Rafmagnsbíll með rafstöð í skottinu fæst í flestum bílabúðum, þú þarft að biðja sölumanninn um tvinnbíl eða tengitvinnbíl. Bjarni Ben borgar svo ríflega helming kostnaðar við rekstur og innkaup af almanna fé. En kaupir þú rafstöðina staka þarftu sjálfur að bera allann kostnaðinn af henni.

Guðmundur Jónsson, 5.1.2020 kl. 09:56

10 identicon

 "Ég get útvegað rafmagnstaura sem halda fyrir öllum stormum og snjóum sama hvað og þar að auki halda í 50 ár garanterað! "

Titanic gat heldur ekki sokkið.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 6.1.2020 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband