Vaxandi aukning í notkun á orðinu aukning.

Þegar hlustað er á fréttatíma á einhverjum ljósvakafjölmiðlanna myndi frétt um úttekt á notkun orðsins "aukning" geta orðið einhvern veginn svona: 

Vaxandi aukning er á notkun orðsins aukning í fjölmiðlum og er þetta frábæra orð á góðri leið með að útrýma orðum eins og fjölgun og vöxtur,  og sögnunum að fjölga, fækka, stækka og minnka. 

Aukningin er mikil ´þegar um aukningu í fjölda er að ræða og sömuleiðis er aukningin mikil í vexti á aukningunni í fækkun af ýmsu tagi. 

Í fréttum í kvöld var greint frá mikilli aukningu í tilfellum af kulnun hjá starfsfólki á Bráðamóttöku Landsspítalans, en aukningin í minnkun á notkun orðsins starfsleiða hefur verið afar mikil síðustu ár. 

Fréttir eiga að vera í sem einföldustu máli, og því fær vaxandi aukning á aukningunni á notkun orðsins aukning til útrýmingar sagnorða verðskuldaðan byr í hinni miklu aukningu á minnkun notkunar þeirra.    


mbl.is Hitamet í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband