Einu sinni eyðilagðist brunaæfing í eldi.

Höldum alveg ró okkar þótt áramótabrenna eyðileggist vegna eldleysis. 

Það hefði getað orðið verra, samanber sjónvarpsfrétt, sem send var út fyrir næstum hálfri öld. Málavextir í henni voru þessir: 

Hér í gamla daga æfði flugvallarslökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli sig einstaka sinnum á því að slökkva í flugvélarflaki á grasinu fyrir sunnann brautarendann á 14-32. (Síðan hefur segulpóllinn færst og brautin heitir nú 13-31). Það er opðið þetta langt síðan! 

Til þess að þetta gengi allt vel, var reynt að velja sæmilega gott veður, rétt eins og að flugslys gætu ekki orðið í slæmu veðri. 

Eitt sinn fór æfingin úr böndunum, svo að úr varð að setja stutta frétt um það í sjónvarpsfréttir kvöldsins. 

Aðstæður voru þannig, að eftir því sem tími vannst til, var drasli ásamt flugvélarflaki komið fyrir í eins konar bálkesti fyrir sunnan brautina og var notuð lítil dráttarvél til að draga vagn með eldsneyti á brúsum að kestinum, en leiðin var óslétt og gusaðist lítils háttar bensín úr einhverjum af brúsunum, án þess að þess yrði vart. 

Þegar búið var að skvetta úr talsverðu magni af bensíni á flakið á fjórða tímanum, vildi svo til að einhver leit á klukkuna og kallaði: "Kaffi!" 

Fóru þá allir inn í kaffi í nokkur hundruð metra fjarlægð.  

En tvær pörupiltar, sem höfðu fylgst með álengdar, laumuðust þá yfir girðinguna, og hentu logandi spýtu á köstinn, svo allt fór í bál og brand. 

Og, - það sem verra var, eldurinn læsti sig eftir nýlegri bensínslóðinni yfir í vagninn með brúsunum og þaðan yfir í dráttarvélina. 

Þegar fréttin um þetta barst inn á kaffistofuna, varð uppi fótur og fit og mikil ringulreið olli því, ásamt því að þessi eldsvoði kom öllum á órvart, að loksins þegar hægt var að hefja slökkvistarf hafði allt brunnið, sem brunnið gat og eldurinn að slokkna af sjálfu sér. 

Þegar að því kom að skrifa þyrfti stutta sjónvarpsfrétt um málið, þurfti á þessum árum að gefa öllum fréttum nafn eða eins konar fyrirsögn.

Og það lá beint við hvernig hún yrði: "Brunaæfing eyðileggst í eldi."  


mbl.is „Það klikkaði allt sem klikkað gat“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband