Kyotoheilkennið?

Í pistli hér á síðunni fyrir þremur dögum var greint frá þeirri fyrirætlan bandarískra herforingja 1945 að setja borgina Kyoto efst á lista yfir borgir, sem fyrstu kjarnorkusprengjum sögunnar yrði varpað á á þeim  forsendum, að eyðilegging þeirra borgar myndi valda langmestu minningarlegu og trúarlegu áfalli hjá japöskus þjóðinni, þannig að henni félli allur ketill í eld. 

Þáverandi varnarmálaráðherra Kana hafnaði þessari fyrirætlan algerlega á þeim forsendum, að þvert á móti myndi slíkur gerræðisgerningur stappa stálinu í japönsku þjóðina, svona svipað eins og ef gerð hefði verið árás á Péturskirkjuna í Róm jafnframt innrásinni á Sikiley í júlí 1943 á þeim forsendum að Mussolini væri sannanlega illþýði og harðstjóri.  

Nú sést það fullyrt hjá sumum, að það illþýðði og harðstjórar sem íranskisr ráðamenn sannanlega séu, hafi þvingað íranskan almenning með ofbeldi til að fjölmenna út á götur þessa dagana.

En þvi miður sýnist hitt líklegra, að vaxandi óánægja með þessa ráðamenn að undaförnu vegna lakra kjara hafi gufað upp eins og dögg fyrir sólu og að stigmögnun aðgerða á báða bóga í togstreitu Bandaríkjamanna og Írana henti írönskum valdhöfum vel.  

 

 

 


mbl.is Tugir tróðust til bana við jarðarför Soleimani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband