Aðal gallinn felst í þyngdarhlutföllum MAX-vélanna.

Höfuðorsök vandræðanna með Boeing 737 MAX þoturnar hefur blasað við frá upphafi: Of stórir og þungir hreyflar of framarlega á vængjunum. 

Ef hreyflarnir hefðu getað verið á þeim stað þar sem þyngdarhlutföll breyttust ekki um of, hefði aldrei þurft að hanna og setja upp tölvustýrt sjálfstýrikerfi til þess að ráða við hegðun vélarinnar af völdum hinnar slæmu staðsetningar nýrra CFM þotuhreyfla, sem gefa svo mikið forskot á eldri hreyfla af svipaðri stærð í eldsneytiseyðslu miðað við afköst, að bæði Boeing og Airbus fyrirtækin voru tilneydd að taka þá í notkun til þess að vera samkeppnishæf á vaxandi markaði. 

Munurinn á Boeing 737 MAX og Airbus 320 neo er sá, að stærðarhlutföll í 320 neo gerðu mögulegt að setja hina stóru nýju hreyfla á viðunandi stað á vængjunum, en þetta var ekki hægt á Boeing 737 vegna þess, að ekki var rými fyrir breyttan og lengri lendingarbúnað á þeirri vél, og því gripið til þess ráðs að færa hreyflana ofar og framar á vængina en áður var og hanna sérstakan hugbúnað til þess að hægt væri að ráða við stjórn vélarinnar til fullnustu. 

Ef ákveðið hefði verið strax í upphafi að endurhanna miðstykkið í þotunum, jafnvel alveg nýa vængi, hefðu þoturnar að vísu komist einhverjum misserum seinna á markað en þotur keppinautanna, og þurft að gefa þeim sérstakt lofthæfisvottorð með tilheyrandi kostnaði og endurmenntun flugmanna og flugvirkja. 

Nú sýnist of seint að fara þessa leið með þungbærari afleiðingum en af töfinni, sem orðin er, og því er reynt að lagfæra hinn gallaða hugbúnað og leysa málið þannig.

 

Þá er ósvarað spurninguni um viðbrögð flugfarþega gagnvart ferli MAX-þotnanna. 

Boeing 


mbl.is Nýr galli í 737 MAX-vélunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hönnunin er fúsk frá upphafi. Þeir voru að finna fleiri galla í forritinu. Þetta er drasl. 

Halldór Jónsson, 18.1.2020 kl. 20:35

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Dapurlegt eftir svo margt sem Boeing hefur hannað svo vel, svosem Boeing 747. 

Ómar Ragnarsson, 18.1.2020 kl. 23:39

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Fyrir mig sem hef trúað á Boeing eins og almættið er þetta erfitt að kyngja. Ég geng hinsvegar ekki af trúnni fyrir Airbus, Boeing mun ná vopnum sínum fyrr eða síðar.747 var eitt af furðuverkum veraldar og er enn. Phonix mun aftur upp rísa.

Halldór Jónsson, 19.1.2020 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband