Mynd af snjóflóði úr Skollahvilft var sýnd í sjónvarpi fyrir 1995.

Örfáum árum fyrir 1995 var sýnd í fréttum Stöðvar tvö, ef rétt er munað. kvikmynd, sem náðist af snjóflóði, sem féll úr Skollahvilft ofan við Flateyri og féll í áttina að byggðinni en komst ekki alla leið.

Þá var eins og menn óraði ekki fyrir að mun stærra snjóflóð gæti fallið þarna, enda ekki taldar vera heimildir fyrir því. 

En ástæðan fyrir þessu síðastnefnda, að snjóflóð hefði ekki valdið manntjóni og eignatjóni þarna var sú, að ef það höfðu fallið þarna stærri snjóflóð einhvern tíma fyrr á tíð, var engin byggð komin þar sem snjóflóðið stóra féll 1995. 

Svipað átti við víðar um land, til dæmis í Neskaupstað og á Súðavík og Seljalandsdal. 

Þó var greint frá því í jarðabók Árna frá upphafi 18. aldar, sem greindi frá kostum og ókostum allra bújarða á Íslandi, að það væri ókostur við Súðavík, þar væri fé hætt við að lenda í flóðum. 


mbl.is Myndaði snjóflóð falla vestan Flateyrar í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband