Ólíklegt að Ísland færi sig um set á hnettinum.

Veðurfræðingur segir í tengdri frétt á mblis að ólíklegt sé að veðrið hér á landi breytist á næstunni.  Hefði getað bætt því við, að ólíklegt sé að sólargangur breytist hér stórlega á næstu vikum.

Nýlega hefur sú staðreynd verið áréttuð hér á síðunni að í svartasta skammdeginu á Íslandi og fram í apríl se að meðaltali lang lægsti loftþrýstingur á jörðinni skammt suðvestur af Íslandi, en hins vegar önnur af tveimur hæstu loftþrýstingssvæðum jarðar, Grænlandshæðin, tiltölulega skammt frá þessari árlegu ofurlægð. 

Á milli ofurhæðarinnar og ofurlægðarinnar er síðán mesta samfellda vindasvæði jarðar á þessum tíma árs. 

Þetta eru að vísu meðaltalstölur, en einmitt þess vegna er hér um að ræða óumbreytanlega staðreynd, og þar með er spurningin um það hvort líklegt sé að veðrið breytist á næstunni svona svipuð og ef spurt væri hvort líklegt sé að veðurfar og sólarbirta breytist hér á landi á þessum árstíma. 

Telja verður mjög ólíklegt að Ísland færi sig um set á hnettinu og að fyrirbæri, sem íbúar Bretlandseyja og fleiri evrópskra þjóða þekkja undir heitinu "Íslandslægðin" muni taka upp á að færa sig eða hverfa úr sögunni til langframa. 


mbl.is Ólíklegt að veðrið breytist á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband